Fleiri fréttir

Þríburarnir dafna vel

„Ég ætlaði að vera mætt á svæðið þegar þau kæmu öll en ég vona að ég verði komin í tæka tíð í þetta sinn,“ segir Brynja Siguróladóttir, amman lukkulega.

Rúmlega sjö hundruð skráðir í Fylkisflokkinn

Á Facebook-síðu hópsins fara fram líflegar umræður um möguleikann á að Ísland verði fylki Noregs. Margir Íslendingar sem búa í Noregi hafa sagt frá lífinu þar í landi, birt launatölur og er það borið saman við kjör íslensks launafólks.

Þrítugföldun útflutningsverðmæta á áratug

Á aðeins áratug hafa viðskipti með sjávarafurðir á milli Íslendinga og Rússa tugfaldast. Rússneski markaðurinn fyrir íslenskar sjávarafurðir vex hvað hraðast. Norsk fyrirtæki fluttu 300.000 tonn af sjávarafurðum til Rússlands í fyrra og innflutningsbann því áhyggjuefni þar.

Allt á haus!

Í jógafræðum er höfuðstaðan talin sú allra mikilvægasta og oftar en ekki kölluð konungur jógastaðanna. Það er nokkuð krefjandi að ná stöðunni svo rétt sé en allt er það þess virði að reyna þar sem að hún hefur svo jákvæð og hressandi áhrif á líkamann.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða eyddi ekki of miklu

Útgjöld Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða eru innan fjárheimilda, þvert á það sem segir í nýútkominni skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu stjórnarráðsins.

Bandarískir ráðgjafar komnir til Íraks

Rúmlega 130 bandarískir hernaðarráðgjafar eru nú komnir til Kúrdahéraðanna í Írak. Þetta segir Chuck Hagel varnarmálaráðherra landsins. Hann ítrekar þó að hermennirnir taki ekki þátt í bardögum heldur séu þeir að meta ástandið og þörfina á neyðaraðstoð en samtökin sem kalla sig Íslamska ríkið ráða yfir stórum hlutum svæðisins og eru talin hafa ráðist hatrammlega að minnihlutahópum af annarri trú.

Rotaðist á bensínstöð í Breiðholti

Ólæti nokkurra ungmenna við bensínstöð í Breiðholti á öðrum tímanum í nótt enduðu með því að einn var sleginn í rot og var fluttur á slysadeild.

Harðar brugðist við orðum innflytjenda

"Það er eins og innflytjendur eigi ekki að fá að tjá skoðun sína á málefnum sínum,“ segir Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar.

Fengu að smakka ís úr mjólk mæðra í Hveragerði

Fjórar mæður úr Hveragerði lögðu Kjörís til Brjóstamjólk svo hægt væri að framleiða brjóstamjólkurísinn Búbís. Ísland í dag fór í Hveragerði, fylgdist með framleiðslunni og fékk að smakka.

Ber um allt land

Berin eru vannýtt auðlind hér á landi, segir Þorvaldur Pálmason berjaáhugamaður. Hann segir berjasprettu ágæta í sumarlok, bláberin spretti best fyrir norðan og austan en um allt land megi týna prýðis krækiber sem séu meinholl.

Komst ekki leiðar sinnar í hjólastólnum

"Í gær fengum við senda ljósmynd sem sýnir hvar barn í hjólastól kemst ekki ferða sinna sökum þess að bifreið hefur verið lagt upp á gangstétt en allir geta verið sammála um að slíkt er óásættanlegt,“ segir í orðsendingu lögreglunnar.

Þurfa ekki að hlýða biðskyldu

Engin stoð er í lögum fyrir biðskyldumerkingum á hjólastíg í Mosfellsbæ en merkingunum var komið fyrir til að vekja athygli á hættunni af þverakstri bíla.

Metin falla í sumarhitanum í borginni

Yfir þrjú þúsund manns heimsóttu sundlaugina í Laugardal í gær, sem er líklega met á virkum degi og mátti minnstu muna að það þyrfti að vísa fólki frá, þegar flest var. Mikill fjöldi vaer aftur mættur nú fyrir hádegi.

Enginn afsláttur gefinn á hallalausum fjárlögum

„Það er orðið tímabært að það sé slegið í borðið og þetta munstur verði rofið. Þetta verður ekki liðið lengur því það er erfitt að reka mörg ríki í ríkinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir.

Engin Hraðbraut

Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið.

Löggan leysti upp landapartí í Hellisgerði

Lögreglan leysti upp landapartí sem ungmenni héldu í Hellisgerði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í nótt. Þar voru átta ungmenni á ferðinni, flest 16 ára, og fundust auk þess fíkniefni í bakpoka eins þeirra.

Obama ánægður með nýjan forsætisráðherra Íraka

Obama Bandaríkjaforseti segir að skipun Haider al-Abadi í embætti forsætisráðherra í Írak sé skref fram á við sem lofi góðu. Uppgangur herskáu samtakanna sem kalla sig Íslamska ríkið og ráða nú lögum og lofum á stórum landssvæðum í Írak og í Sýrlandi hafa aukið mjög á óvissuna um framtíð Íraks.

Skemmtibátur í vanda á Skerjafirði

Fjjórar manneskjur á litlum skemmtibáti lentu í vandræðum á Skerjafirði í gærkvöldi þegar vélin bræddi úr sér. Fyrst reyndi fólkið að róa með einu árinni, sem var um borð, en hún brotnaði.

Tífalt meira nautakjöt flutt inn á milli ára

Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru rúm 535 tonn af nautakjöti flutt inn til landsins samanborið við tæp 49 tonn árið áður. Mesta aukningin er á kjöti til hakkgerðar. Frumvarp um innflutning á erfðaefni til kjötframleiðslu er í vinnslu.

Uppgjörinu er ekki lokið

Sérstakur saksóknari segir að það eigi að taka fjárlög og fjárheimildir alvarlega. Embættið er komið 120 milljónum króna fram úr heimildum. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands kallar eftir ábyrgð ríkisstjórnar og Alþingis.

Sjá næstu 50 fréttir