"Eignir Hraðbrautar líklega á brunaútsölu“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 12. ágúst 2014 20:00 Eigandi Menntaskólans Hraðbrautar segir að framundan sé brunaútsala á eignum skólans. Hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudag vegna skorts á nemendum. Nemandi sem hefja átti nám við skólann í haust segir tíðindin áfall. Menntaskólinn Hraðbraut tók fyrst til starfa árið 2003 og hefur útskrifað um 500 nemendur. Skólinn hefur ekki verið starfræktur síðastliðin tvö ár en áformað var að hefja kennslu við skólann á ný næstkomandi fimmtudag. Ekkert verður af þeim áformum vegna skorts á nemendum sem höfðu tök á því að greiða skólagjaldið sem er 890 þúsund krónur fyrir skólaárið. „Það voru 30 nemendur sem ætluðu að hefja nám en svo hefur kvarnast mjög hratt úr þeim hópi. Maður skilur það. Þetta er feikilega há upphæð - 890 þúsund krónur - í samanburði við að borga lítið sem ekkert í öðrum skólum,“ segir Ólafur Haukur Johnson, eigandi Hraðbrautar.Nemendur í óvissu Ólafur segir að búið sé að endurgreiða flestum nemendum skólagjaldið og þeir verði aðstoðaðir við að fá inni í öðrum framhaldsskólum. Hólmfríður Sara Geirsdóttir hafði áformað að hefja nám í Hraðbraut í haust. Hún segir það áfall að fá þessar fregnir. „Ég var mjög áhyggjufull. Ég var komin með skólavist og allt í einu fellur það niður. Það lætur mann hugsa,“ segir Hólmfríður. Hún hefur fengið vilyrði fyrir því að hefja nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í haust. Hólmfríður var tilbúin til að greiða hið háa skólagjald Hraðbrautar til að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. „Þetta er rosalega mikill peningur en algjörlega þess virði,“ segir Hólmfríður.Líklega endalok Hraðbrautar Ólafur gagnrýnir að hið opinbera styðji ekki við bakið á Hraðbraut en þjónustusamningi við skólann var sagt upp árið 2012. Hann segir að skólinn útskrifi nemendur með talsvert minni tilkostnaði fyrir hið opinbera en aðrir framhaldsskólar. Tíðindin marki líklega endalok skólans. „Það er ekkert framundan annað en nánast að halda brunaútsölu á eignum skólans og snúa sér að einhverju öðru í framtíðinni. Það er fyrst og fremst dapurlegt fyrir íslenska framhaldsskóla að svona valkostur skuli ekki vera fyrir hendi vegna þess að ríkið er algjörlega ófært um að bjóða upp á svona valkost,“ segir Ólafur Haukur. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Eigandi Menntaskólans Hraðbrautar segir að framundan sé brunaútsala á eignum skólans. Hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudag vegna skorts á nemendum. Nemandi sem hefja átti nám við skólann í haust segir tíðindin áfall. Menntaskólinn Hraðbraut tók fyrst til starfa árið 2003 og hefur útskrifað um 500 nemendur. Skólinn hefur ekki verið starfræktur síðastliðin tvö ár en áformað var að hefja kennslu við skólann á ný næstkomandi fimmtudag. Ekkert verður af þeim áformum vegna skorts á nemendum sem höfðu tök á því að greiða skólagjaldið sem er 890 þúsund krónur fyrir skólaárið. „Það voru 30 nemendur sem ætluðu að hefja nám en svo hefur kvarnast mjög hratt úr þeim hópi. Maður skilur það. Þetta er feikilega há upphæð - 890 þúsund krónur - í samanburði við að borga lítið sem ekkert í öðrum skólum,“ segir Ólafur Haukur Johnson, eigandi Hraðbrautar.Nemendur í óvissu Ólafur segir að búið sé að endurgreiða flestum nemendum skólagjaldið og þeir verði aðstoðaðir við að fá inni í öðrum framhaldsskólum. Hólmfríður Sara Geirsdóttir hafði áformað að hefja nám í Hraðbraut í haust. Hún segir það áfall að fá þessar fregnir. „Ég var mjög áhyggjufull. Ég var komin með skólavist og allt í einu fellur það niður. Það lætur mann hugsa,“ segir Hólmfríður. Hún hefur fengið vilyrði fyrir því að hefja nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í haust. Hólmfríður var tilbúin til að greiða hið háa skólagjald Hraðbrautar til að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. „Þetta er rosalega mikill peningur en algjörlega þess virði,“ segir Hólmfríður.Líklega endalok Hraðbrautar Ólafur gagnrýnir að hið opinbera styðji ekki við bakið á Hraðbraut en þjónustusamningi við skólann var sagt upp árið 2012. Hann segir að skólinn útskrifi nemendur með talsvert minni tilkostnaði fyrir hið opinbera en aðrir framhaldsskólar. Tíðindin marki líklega endalok skólans. „Það er ekkert framundan annað en nánast að halda brunaútsölu á eignum skólans og snúa sér að einhverju öðru í framtíðinni. Það er fyrst og fremst dapurlegt fyrir íslenska framhaldsskóla að svona valkostur skuli ekki vera fyrir hendi vegna þess að ríkið er algjörlega ófært um að bjóða upp á svona valkost,“ segir Ólafur Haukur.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira