"Eignir Hraðbrautar líklega á brunaútsölu“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 12. ágúst 2014 20:00 Eigandi Menntaskólans Hraðbrautar segir að framundan sé brunaútsala á eignum skólans. Hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudag vegna skorts á nemendum. Nemandi sem hefja átti nám við skólann í haust segir tíðindin áfall. Menntaskólinn Hraðbraut tók fyrst til starfa árið 2003 og hefur útskrifað um 500 nemendur. Skólinn hefur ekki verið starfræktur síðastliðin tvö ár en áformað var að hefja kennslu við skólann á ný næstkomandi fimmtudag. Ekkert verður af þeim áformum vegna skorts á nemendum sem höfðu tök á því að greiða skólagjaldið sem er 890 þúsund krónur fyrir skólaárið. „Það voru 30 nemendur sem ætluðu að hefja nám en svo hefur kvarnast mjög hratt úr þeim hópi. Maður skilur það. Þetta er feikilega há upphæð - 890 þúsund krónur - í samanburði við að borga lítið sem ekkert í öðrum skólum,“ segir Ólafur Haukur Johnson, eigandi Hraðbrautar.Nemendur í óvissu Ólafur segir að búið sé að endurgreiða flestum nemendum skólagjaldið og þeir verði aðstoðaðir við að fá inni í öðrum framhaldsskólum. Hólmfríður Sara Geirsdóttir hafði áformað að hefja nám í Hraðbraut í haust. Hún segir það áfall að fá þessar fregnir. „Ég var mjög áhyggjufull. Ég var komin með skólavist og allt í einu fellur það niður. Það lætur mann hugsa,“ segir Hólmfríður. Hún hefur fengið vilyrði fyrir því að hefja nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í haust. Hólmfríður var tilbúin til að greiða hið háa skólagjald Hraðbrautar til að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. „Þetta er rosalega mikill peningur en algjörlega þess virði,“ segir Hólmfríður.Líklega endalok Hraðbrautar Ólafur gagnrýnir að hið opinbera styðji ekki við bakið á Hraðbraut en þjónustusamningi við skólann var sagt upp árið 2012. Hann segir að skólinn útskrifi nemendur með talsvert minni tilkostnaði fyrir hið opinbera en aðrir framhaldsskólar. Tíðindin marki líklega endalok skólans. „Það er ekkert framundan annað en nánast að halda brunaútsölu á eignum skólans og snúa sér að einhverju öðru í framtíðinni. Það er fyrst og fremst dapurlegt fyrir íslenska framhaldsskóla að svona valkostur skuli ekki vera fyrir hendi vegna þess að ríkið er algjörlega ófært um að bjóða upp á svona valkost,“ segir Ólafur Haukur. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Eigandi Menntaskólans Hraðbrautar segir að framundan sé brunaútsala á eignum skólans. Hraðbraut mun ekki taka til starfa á fimmtudag vegna skorts á nemendum. Nemandi sem hefja átti nám við skólann í haust segir tíðindin áfall. Menntaskólinn Hraðbraut tók fyrst til starfa árið 2003 og hefur útskrifað um 500 nemendur. Skólinn hefur ekki verið starfræktur síðastliðin tvö ár en áformað var að hefja kennslu við skólann á ný næstkomandi fimmtudag. Ekkert verður af þeim áformum vegna skorts á nemendum sem höfðu tök á því að greiða skólagjaldið sem er 890 þúsund krónur fyrir skólaárið. „Það voru 30 nemendur sem ætluðu að hefja nám en svo hefur kvarnast mjög hratt úr þeim hópi. Maður skilur það. Þetta er feikilega há upphæð - 890 þúsund krónur - í samanburði við að borga lítið sem ekkert í öðrum skólum,“ segir Ólafur Haukur Johnson, eigandi Hraðbrautar.Nemendur í óvissu Ólafur segir að búið sé að endurgreiða flestum nemendum skólagjaldið og þeir verði aðstoðaðir við að fá inni í öðrum framhaldsskólum. Hólmfríður Sara Geirsdóttir hafði áformað að hefja nám í Hraðbraut í haust. Hún segir það áfall að fá þessar fregnir. „Ég var mjög áhyggjufull. Ég var komin með skólavist og allt í einu fellur það niður. Það lætur mann hugsa,“ segir Hólmfríður. Hún hefur fengið vilyrði fyrir því að hefja nám í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í haust. Hólmfríður var tilbúin til að greiða hið háa skólagjald Hraðbrautar til að ljúka stúdentsprófi á tveimur árum. „Þetta er rosalega mikill peningur en algjörlega þess virði,“ segir Hólmfríður.Líklega endalok Hraðbrautar Ólafur gagnrýnir að hið opinbera styðji ekki við bakið á Hraðbraut en þjónustusamningi við skólann var sagt upp árið 2012. Hann segir að skólinn útskrifi nemendur með talsvert minni tilkostnaði fyrir hið opinbera en aðrir framhaldsskólar. Tíðindin marki líklega endalok skólans. „Það er ekkert framundan annað en nánast að halda brunaútsölu á eignum skólans og snúa sér að einhverju öðru í framtíðinni. Það er fyrst og fremst dapurlegt fyrir íslenska framhaldsskóla að svona valkostur skuli ekki vera fyrir hendi vegna þess að ríkið er algjörlega ófært um að bjóða upp á svona valkost,“ segir Ólafur Haukur.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira