Innlent

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða eyddi ekki of miklu

Sjóðnum er ætlað að bæta aðgengi og öryggi fólks að vinsælum ferðamannastöðum.
Sjóðnum er ætlað að bæta aðgengi og öryggi fólks að vinsælum ferðamannastöðum. Vísir/Pjetur
Útgjöld Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða eru innan fjárheimilda, þvert á það sem segir í nýútkominni skýrslu um fjárreiður ríkissjóðs á fyrri hluta ársins. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu stjórnarráðsins.

Þar segir að um miðjan maí hafi ríkisstjórnin samþykkt að veita ríflega 380 milljónum króna til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamannastöðum á þessu sumri. Um var að ræða sérstaka úthlutun vegna verkefna sem talin voru sérstaklega brýn vegna verndunar náttúru og öryggissjónarmiða.

Ennfremur segir að ekki sé tekið tillit  til aukafjárveitingarinnar í skýrslunni,  né heldur þeirra tæplega 200 milljóna sem sjóðurinn átti óráðstafaðar frá fyrra ári vegna verkefna sem búið er að úthluta styrkjum til og greiddir eru út eftir framvindu verkefnanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×