Innlent

Komst ekki leiðar sinnar í hjólastólnum

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Hér má sjá myndina sem lögreglan birti á Facebook-síðu sinni.
Hér má sjá myndina sem lögreglan birti á Facebook-síðu sinni.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur birt mynd af barni í hjólastól sem ekki komst leiðar sinnar vegna þess að bíl var lagt upp á gangstétt.

Með myndinni lét lögreglan þessa orðsendingu fylgja:

„Það að leggja ólöglega getur haft áhrif á fólkið í kringum okkur. Í gær fengum við senda ljósmynd sem sýnir hvar barn í hjólastól kemst ekki ferða sinna sökum þess að bifreið hefur verið lagt upp á gangstétt en allir geta verið sammála um að slíkt er óásættanlegt.

Leggjum löglega og virðum rétt gangandi vegfarenda."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×