Vigdís segir fyrri stjórn hafa forgangsraðað gæluverkefnum Heimir Már Pétursson skrifar 12. ágúst 2014 13:48 Vigdís Hauksdóttir. vísir/stefán Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir þingmönnum fyrri ríkisstjórnar ekki fara vel að gagnrýna núverandi stjórn vegna fjárveitinga til heilbrigðismála. Fyrri stjórn hefði skorið niður um ellefu milljarða til heilbrigðismála en á sama tíma stofnað til gæluverkefna eins og embættis Umboðsmanns skuldara. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði í Bítínu á Bylgjunni í morgun að landsmenn hefðu fundið fyrir því á eigin skinni að ríkisstjórnarskipti hefðu orðið fyrir rúmu ári. Mikill viðsnúningur hefði átt sér stað í ríkisfjármálum á þessum tíma. „Enda voru markmiðin skýr og það var forgangsraðað í þágu þjóðarinnar og almannahagsmuna. Það er það sem við erum að gera og það var kannski mjög bratt, segja sumir, með það markmið að skila hallalausum fjárlögum. Það verður enginn afsláttur gefinn af því og fjárlög ársins 2014 verða hallalaus, sama hvað gengur ár,“ sagði Vigdís í Bítinu. Vigdís gagnrýndi þær stofnanir sérstaklega sem fengið hefðu aukin fjárframlög á yfirstandandi fjárlagaári, eins og Landsspítalann og lögregluembættin en færu samt fram úr fjárlagaheimildum eins og fram hefði komið undanfarna daga. Það verði að rjúfa þá hefð að stofnanir fari fram úr fjárheimildum og slá í borðið. Hún gæfi lítið fyrir gagnrýni Oddnýar Harðardóttur fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmanns Samfylkingarinnar á núverandi ríkisstjórn. „Þeir skáru niður 11 milljarða til heilbrigðisstofnana. Við veittum fyrsta árið okkar í ríkisstjórn tæplega 10 milljörðum króna þarna inn í fyrra,“ segir Vigdís. Þegar Heimir Karlsson minnti hana á að það hefði orðið hrun svaraði hún. „Þetta eru akkúrat Samfylkingarrökin, hér varð hrun.“ Síðasta ríkisstjórn hefði verið með ranga forgangsröðun. „Hefði síðasta ríkisstjórn ekki farið í þessi gæluverkefni sem var farið í, ég nefni stjórnlagaþingið, ESB umsóknina, Umboðsmann skuldara og fleiri verkefni sem farið var, það var ekki forgangsraðað í þágu þjóðarinnar eða heilbrigðisþjónustu á síðasta kjörtímabili og ég fullyrði að ef það hefði verið gert værum við komin tveimur árum framar í batanum,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í Bítinu á Bylgjunni. Verkefni umboðsmanns Alþingis hefðu alveg eins getað verið inni í bankakerfinu, enda hefði hvert mál umboðsmanns skuldara kostað ríkissjóð um 16 milljónir króna samkvæmt útreikningum Lilju Mósesdóttur fyrrverandi þingmanns. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir þingmönnum fyrri ríkisstjórnar ekki fara vel að gagnrýna núverandi stjórn vegna fjárveitinga til heilbrigðismála. Fyrri stjórn hefði skorið niður um ellefu milljarða til heilbrigðismála en á sama tíma stofnað til gæluverkefna eins og embættis Umboðsmanns skuldara. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar Alþingis sagði í Bítínu á Bylgjunni í morgun að landsmenn hefðu fundið fyrir því á eigin skinni að ríkisstjórnarskipti hefðu orðið fyrir rúmu ári. Mikill viðsnúningur hefði átt sér stað í ríkisfjármálum á þessum tíma. „Enda voru markmiðin skýr og það var forgangsraðað í þágu þjóðarinnar og almannahagsmuna. Það er það sem við erum að gera og það var kannski mjög bratt, segja sumir, með það markmið að skila hallalausum fjárlögum. Það verður enginn afsláttur gefinn af því og fjárlög ársins 2014 verða hallalaus, sama hvað gengur ár,“ sagði Vigdís í Bítinu. Vigdís gagnrýndi þær stofnanir sérstaklega sem fengið hefðu aukin fjárframlög á yfirstandandi fjárlagaári, eins og Landsspítalann og lögregluembættin en færu samt fram úr fjárlagaheimildum eins og fram hefði komið undanfarna daga. Það verði að rjúfa þá hefð að stofnanir fari fram úr fjárheimildum og slá í borðið. Hún gæfi lítið fyrir gagnrýni Oddnýar Harðardóttur fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmanns Samfylkingarinnar á núverandi ríkisstjórn. „Þeir skáru niður 11 milljarða til heilbrigðisstofnana. Við veittum fyrsta árið okkar í ríkisstjórn tæplega 10 milljörðum króna þarna inn í fyrra,“ segir Vigdís. Þegar Heimir Karlsson minnti hana á að það hefði orðið hrun svaraði hún. „Þetta eru akkúrat Samfylkingarrökin, hér varð hrun.“ Síðasta ríkisstjórn hefði verið með ranga forgangsröðun. „Hefði síðasta ríkisstjórn ekki farið í þessi gæluverkefni sem var farið í, ég nefni stjórnlagaþingið, ESB umsóknina, Umboðsmann skuldara og fleiri verkefni sem farið var, það var ekki forgangsraðað í þágu þjóðarinnar eða heilbrigðisþjónustu á síðasta kjörtímabili og ég fullyrði að ef það hefði verið gert værum við komin tveimur árum framar í batanum,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í Bítinu á Bylgjunni. Verkefni umboðsmanns Alþingis hefðu alveg eins getað verið inni í bankakerfinu, enda hefði hvert mál umboðsmanns skuldara kostað ríkissjóð um 16 milljónir króna samkvæmt útreikningum Lilju Mósesdóttur fyrrverandi þingmanns.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira