Innlent

Nemakort Strætó komin í sölu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
 Það er ódýrara fyrir námsmenn að fá far en aðra borgarbúa.
Það er ódýrara fyrir námsmenn að fá far en aðra borgarbúa. Vísir/Valli
Sala á nemakortum fyrir veturinn 2014-2015 hjá Strætó bs. hófst í gær. Alls seldust 4.161 nemakort á síðasta vetri. Kortið kostar 42.500 og gildir til 31. ágúst 2015. Séu farnar tvær ferðir á dag fimm sinnum í viku jafngildir það því að hver ferð kosti 82 krónur. Stök ferð með Strætó kostar 350 krónur samkvæmt gjaldskrá.

Námsmenn sem skráðir eru til náms í framhaldsskóla eða háskóla á höfuðborgsvæðinu og með lögheimili í einu þeirra sveitarfélaga sem aðild eiga að Strætó bs. eiga þess kost að kaupa kortin sem veita þeim aðgang að almenningsvögnum Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×