Innlent

Kynferðisbrot á Húsavík til rannsóknar

Bjarki Ármannsson skrifar
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Akureyri hefur til rannsóknar meint kynferðisbrot karlmanns á sjötugsaldri gagnvart dreng rétt innan við tvítugt. 

Að sögn Gunnars Jóhannssonar, yfirmanns rannsóknardeildar, var brotið kært í júní síðastliðnum og á að hafa átt sér stað á Húsavík. Hvorugur mannanna er þó búsettur þar. Mbl.is greindi fyrst frá.

Gunnar vill lítið gefa upp um málið til viðbótar en segir að rannsókn gangi vel og að málið verði líklega sent ríkissaksóknara með haustinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×