Innlent

Persónulegur ágreiningur kveikjan að árásinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Reynisvatn við Grafarholt.
Reynisvatn við Grafarholt. Vísir/Valli
Tveir karlmenn og ein kona um þrítugt gengu í skrokk á ungum manni á Reynisvatnsvegi á sjöunda tímanum í gærkvöldi og börðu hann illa. Málsatvik liggja nokkuð ljós fyrir og er lögreglan nú að undirbúa yfirheyrslur yfir þremenningunum.

Að sögn Árna Þórs Sigmundssonar yfirlögregluþjóns þekktu árásarmennirnir þolandann og að „persónulegur ágreiningur“ málsaðila hafi orðið kveikjan að árásinni.

Þolandinn var fluttur á slysadeild Landspítalans, þar sem gert var að sárum hans sem þó voru ekki alvarleg. Ekki eru taldar líkur á því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir árásarmönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×