Innlent

Metin falla í sumarhitanum í borginni

Gissur Sigurðsson skrifar
Íssalan tók kipp í gær í góða veðrinu.
Íssalan tók kipp í gær í góða veðrinu. Mynd/GVA
Yfir þrjú þúsund manns heimsóttu sundlaugina í Laugardal í gær, sem er líklega met á virkum degi og mátti minnstu muna að það þyrfti að vísa fólki frá, þegar flest var. Mikill fjöldi var aftur mættur nú fyrir hádegi.

Að sögn Bjarna Kjartanssonar í Laugardalslaug eru einstök dæmi um aðeins meiri gestafjölda á sólardögum um helgar, en þau munu vera fá.

Þá grilluðu höfuðborgarbúar sem aldrei fyrr í gærkvöldi og að sögn kaupmanns þurfti að tvisvar að kalla eftir meira grillkjöti frá birgjum síðdegis.

Gas sala á bensínstöðvum tók líka kipp og þurfti að grípa til aðgerða til að anna eftirspurn, og biðraðir voru við allar ísbúðir. Eigandi einnar slíkrar segir að gærdagurinn hafi líklega verið metdagur, í nokkur ár að minnsta kosti, og um stund varð hann uppiskroppa með hráefni í ísinn, eða þar til viðbót barst.

Hann segist vera klár í slaginn í dag og stefnir í metsölu. Þá var meiri umferð um göngu og hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu en sést hefur í sumar, samkvæmt heimildum okkar úr hjólreiðabransanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×