Fleiri fréttir

Hestamenn til fyrirmyndar

Lögreglan á Hvolsvelli segir hegðun fólks á Landsmóti hestamanna á Hellu vera þeim til sóma.

Handtekinn grunaður um njósnir fyrir bandarísk yfirvöld

Starfsmaður þýsku leyniþjónustunnar sem var handtekinn fyrir helgi grunaður um njósnir fyrir bandarísk yfirvöld er talinn hafa njósnað um yfirstandandi úttekt þýska þjóðþingsins á eftirliti Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna á þýskum borgurum.

Lögðu hald á 70 kannabisplöntur

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið kannabisræktun í umdæminu. Ræktuninni hafði verið komið fyrir í iðnaðarhúsi, í þremur ræktunartjöldum á efri hæð húsnæðisins.

Ófært í Öskju

Ófært er í Öskju vegna snjóa, en þremur kílómetrum fyrir ofan Drekagil er 40 sentímetra djúpur snjór á vegi. Allhvasst og skafrenningur er á svæðinu og ekkert ferðaveður.

Flutt á slysadeild eftir hnífsstungu í Grafarholtinu

Kona var flutt á slysadeild á fimmta tímanum í morgun eftir að hún varð fyrir hnífsstungu í heimahúsi í Grafarholti. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan konunnar en meintur árásarmaður var handtekinn skammt frá.

Tjöld og kamrar fjúka á Rauðasandi

Leiðindaveður er nú á Rauðasandi þar sem fram fer tónleikahátíð og hafa björgunarsveitir frá Tálknafirði, Bíldudal og Patreksfirði verið kallaðar út til aðstoðar gestum.

Færa 700 eyðibýli til bókar

Eftir sumarið verður búið að safna upplýsingum um rúmlega 700 hús undir merkjum verkefnisins Eyðibýli á Íslandi. Þá mun liggja fyrir verðmætur þekkingargrunnur um búsetu og líf Íslendinga fyrr á tímum. Uppbygging og nýting húsa í ferðaþjónustu verður næsta skref.

„Hætt að skammast mín fyrir mömmu“

Lilja Árnadóttir ólst upp hjá þroskaskertri móður ásamt þremur systkinum sínum. Lilja segir fordóma enn ríkjandi í samfélaginu gagnvart seinfærum foreldrum.

Samninganefndir í sumarfrí

"Samningar ganga hægt. Félagsfundur er fyrirhugaður á mánudag og hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma er ætlunin að fá heimild félagsmanna til verkfallsboðunar,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar Félags flugvirkja.

Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk

"Það verða sinnaskipti þegar einhverjir peningar koma til sögunnar. Það er bara þannig,“ segir Pétur Gunnlaugsson sem var kjörinn formaður Flokks heimilanna fyrir síðustu Alþingiskosningar. Næstum tveimur mánuðum eftir kosningar andmælti framkvæmdastjóri flokksins formannskjörinu. Flokkurinn fær um 40 milljónir frá ríkinu á næstu árum.

RÚV hyggst leigja út efstu hæðirnar í Efstaleiti

RÚV mun leigja út tvær efstu hæðir Útvarpshússins en þær eru alls tæplega 1000 fermetrar að stærð. Stofnunin mun auglýsa hæðirnar til leigu um helgina, bæði í Fréttablaðinu og í Morgunblaðinu.

Erró í Breiðholtið

Tvær risavaxnar veggmyndir eftir listamanninn Erró verða settar upp í efra Breiðholti á næstunni. Borgarstjóri segir að verkin komi til með að auka lífsgæði í hverfinu.

Flugvélin lent og hættustig afturkallað

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um flugmann í vanda á Austfjörðum uppúr klukkan fimm í dag. Flugvélin hvarf af ratsjá milli Seyðisfjarðar og Loðmundarfjarðar en rétt áður hafði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fengið neyðarkall frá flugmanninum sem var einn í vélinni. Samkvæmt tilkynningu frá gæslunni er um að ræða ferjuvél.

Betsson svarar kalli Baltasars

Baltasar Kormákur, Sigurbjörn Bárðarson og fleiri kölluðu eftir því í frétt vísis í gær að veðreiðar yrðu teknar upp á Íslandi.

Pólitísk átök í bankaráði Seðlabankans

Lára V. Júlíusdóttir fyrrverandi formaður bankaráðs Seðlabankans segir gott að Ríkisendurskoðun hafi komið fram með leiðbeiningar varðandi verklagsreglur fyrir bankaráðið.

Lúsaplága herjar á lax í Noregi

Menn hafa misst tökin á laxalús sem hefur gosið upp í tengslum við laxaeldi í Þrándheimi, smitandi mjög og er sjóbirtingsstofninn í stórhættu.

Ekur með íslenskan fisk til tuga borga í Danmörku og Svíþjóð

Um 2.500 íslenskir og erlendir viðskiptavinir eru á skrá hjá netversluninni Islandsfisk í Svíþjóð. Eigandinn ekur með fisk, lambakjöt og íslenskt sælgæti til viðskiptavina í borgum og bæjum í Svíþjóð, Danmörku og annars staðar í Norður-Evrópu.

Framúrskarandi kennarar verðlaunaðir

Verðlaunin eru afrakstur kynningarátakisins Hafðu áhrif sem Háskóli Íslands stóð fyrir og gafst almenningi kostur á að senda inn tilnefningu um þann kennara sem mest áhrif hafði haft á hvern og einn. Á fimmta hundruð kennara voru tilnefndir.

Dæmdur í fimm ára fangelsi: Stakk mann rétt fyrir ofan hjartastað

Tvítugur maður var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Geðlæknir telur að hann hafi þjáðst af aðsóknarkennd vegna eiturlyfjaneyslu. Ef stungan hefði verið fáum sentímetrum neðar "hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“

1000 töskur á klukkustund

Ísland í dag kannaði í þætti gærkvöldsins hvað verður um farangurinn þegar hann er innritaður í Leifsstöð áður en haldið er til útlanda.

Reisa alifuglabú við Rauðalæk

„Við hefjum framkvæmdir núna í haust og fuglarnir verða komnir inn fyrir vorið,“ segir Kristján Karl Gunnarsson.

Sjá næstu 50 fréttir