Innlent

Sæbrautinni lokað fyrir Ólympíufara og kollega

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Foreldrar voru vel studdir á Sæbrautinni í gærkvöldi. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdist vel með gangi mála.
Foreldrar voru vel studdir á Sæbrautinni í gærkvöldi. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fylgdist vel með gangi mála. Vísir/Daníel
Íslenskir sem erlendir hjólreiðarkappar öttu kappi í Alvogen Midnight Time Trial sem haldið var í annað sinn í gærkvöldi.

Töluverður fjöldi áhorfenda fylgdist spenntur með keppninni á Sæbraut í gær en götunni var lokað fyrir umferð á meðan keppni fór fram. Var hjólað frá Hörpu upp fyrir Laugarnesveg og til baka. Keppnin var tileinkuð réttindum barna og renna þátttökugjöld óskert til neyðarsöfnunar UNICEF til hjálpar börnum í Suður-Súdan.

Einnig styrkti Alvogen og starfsfólk lyfjafyrirtækisins, í þrjátíu löndum um heim allan, söfnunina og samtals söfnuðust yfir 13 milljónir króna ef með er talið aðgangseyrir frá styrktartónleikum sem Alvogen stóð fyrir. Eitt hundrað hjólreiðakappar tóku þátt en töluvert er síðan fullbókað var í keppnina.

Myndband frá keppninni má sjá neðst í fréttinni.

Eitt hundrað hröðustu hjólarar landsins tóku þátt og var mjótt á munum. Margir af hröðustu hjólreiðamönnum og konum voru mætt til keppni og mikill fjöldi áhorfenda vakti athygli en tímatökumót sem þessi eru einkar áhorfendavæn þar sem startað er með jöfnu millibili og brautin er tiltölulega stutt með jöfnum snúningum.

Sigurvegarar í þríþrautarflokki (32 kílómetra leið) voru þau Hákon Hranfsson og Ólympíufarinn Hanka Kupfernagel. Hákon Hrafn vann einmitt sama flokk í fyrra en Hanka Kupfernagel kom sérstaklega frá Þýskalandi til að taka þátt í keppninni.

Í götuhjólaflokki voru það svo Óskar Ómarsson og María Ogn Guðmundsdóttir sem voru sigurvegarar kvöldins.

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki:

Þríþrautarflokkur karla 32 km

1. Hákon Hrafn Sigurðsson á 43:16 mínútum

2. Hafsteinn Ægir Geirsson á 43:31 mínútum

3. Rúnar Orn Agústsson á 45:05 mínútum

Þríþrautarflokkur kvenna 32 km

1. Hanka Kupfernagel á 47:17 mínútum

2. Alma María Rögnvaldsdóttir á 49:23 mínútum

3. Asa Magnúsdóttir á 56:04 mínútum

Götuhjólaflokkur karla 16 km

1. Óskar Ómarsson á 24:06 mínútum

2. Elvar Orn Reynisson á 25:21 mínútum

3. Helgi Berg Friðþjófsson á 25:37 mínútum

Götuhjólaflokkur kvenna 16 km

María Ögn Guðmundsdóttir á 28:09 mínútum

Ebba Særún Brynjarsdóttir á 28:34 mínútum

Asa Guðný Asgeirsdóttir á 28:41 mínútum

Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel
Vísir/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×