Innlent

Níu ára hjólreiðagarpur í skítakulda á Holtavörðuheiði

Kolbeinn Tumi Daðaosn skrifar
Frá Holtavörðuheiði.
Frá Holtavörðuheiði. Mynd/Wikipedia Commons
Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga sótti í dag hóp af hjólreiðamönnum á Holtavörðuheiði.

Um var að ræða erlent ferðafólk, 10 manns, sem var orðið örmagna á heiðinni, nánar tiltekið við Norðurá. Yngsti hjólagarpurinn var aðeins níu ára gamall að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Leiðindaveður var á svæðinu, hiti aðeins um 3°C. Björgunarsveitamaður úr Eyjafirði sem var á ferðinni kom fólkinu í skjól í bíl sínum þar til Húnar komu á staðinn. Það var síðan flutt til Hvammstanga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×