Innlent

Hestamenn til fyrirmyndar

ingvar haraldsson skrifar
Lögreglan segir hegðun hestamanna til fyrirmyndar.
Lögreglan segir hegðun hestamanna til fyrirmyndar. mynd/karl óskarsson
Samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli hefur hegðun fólks á landsmóti Hestamanna verið til fyrirmyndar.

„Nóttin var róleg og fín. Það var dansleikur í gærkvöld sem fór vel fram“ segir Atli Árdal, vaktstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli.

Ekkert fíkniefnamál hefur komið upp á mótinu en einn maður var tekinn fyrir ölvunarakstur aðfaranótt föstudags.

Atli býst ekki við öðru en hestamenn haldi áfram að haga sér vel en segir lögregluna þó alltaf vera til taks komi eitthvað upp á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×