Innlent

Slasaðist eftir að hafa hrapað á svifvæng

ingvar haraldsson skrifar
Maður hrapaði á svifvæng í Borgarfirði í kvöld. Myndin er ekki tengd fréttinni.
Maður hrapaði á svifvæng í Borgarfirði í kvöld. Myndin er ekki tengd fréttinni.
Maður sem var á flugi á svifvæng slasaðist þegar hann lenti illa fyrir ofan bæinn Hest í Borgarfirði nú á ellefta tímanum í kvöld.

Björgunarsveitir á svæðinu voru kallað út til aðstoðar.

Samkvæmt upplýsingum frá slysavarnarfélaginu Landsbjörgu var maðurinn fluttur á spítala en hann er ekki talinn lífshættulega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×