Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. júlí 2014 00:01 Kristján ætlar að skoða málin þegar hann kemur heim frá Brasilíu. Kristján Snorri Ingólfsson segist ætla að skoða lagalegan rétt sinn vegna fréttar sem birtist á vef Útvarps Sögu í gær. Fréttin fallar um styrkveitingar frá ríkinu til Flokks heimilanna, sem Vísir fjallaði um í gærkvöldi. Fyrirsögn fréttarinnar var „Kristján Snorri stakk af á HM með flokkspeningana“. Í fréttinni er þó ekki farið nánar í þá fullyrðingu en saga Flokks heimilanna er rakin og deilur um hver er réttkjörinn formaður flokksins eru tíundaðar. „Það sem rétt er í þessari „frétt" er að ég heiti vissulega Kristján Snorri og ég er sannarlega í Brasilíu,“ segir hann í samtali við Vísi. Kristján sagði ennfremur í snörpu viðtali, að hann myndi íhuga lagalegan rétt sinn þegar hann kæmi aftur heim til landsins „Þessi „frétt" og þá sérstaklega fyrirsögnin þykir mér vægast sagt mjög villandi og meiðandi. Maður spyr sig í hvaða tilgangi eru slíkar fyrirsagnir settar fram á fréttamiðlum. Það hryggir mig að fyrrverandi samherjar í pólitík velji að fara slíka leið til þess eins, að því er virðist, að sverta nafn mitt og flokksins. Ég mun skoða lagalegan rétt minn varðandi þetta þegar ég kem aftur úr fríi.“ Deilur hafa staðið um ríkisstyrkveitingar sem Flokkur heimilanna á rétt á, samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Styrkurinn er tæpar fjörutíu milljónir næstu fjögur árin. Flokkur heimilanna notaði kennitölu Lýðveldisflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ný stjórn var kjörin þann 31. mars í fyrra. Eftir kosningar var fyrirtækjaskrá tilkynnt um nýja stjórn og fimm vikum eftir tilkynninguna mótmælti stjórnarmaður í gamla Lýðveldisflokknum skráningunni og sagði nýja stjórn ekki hafa verið kosna á lögmætan hátt. Taldi hann að stjórnarfundurinn þann 31. mars, hefði ekki verið boðaður löglega. Fyrirtækjaskrá úrskuðaði í málinu og taldi að Pétur Gunnlaugsson væri réttkjörinn formaður flokksins og ætti að fara með prókúruna. Málinu var áfrýjað til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis sem sneri dómnum við og taldi að stjórn gamla lýðræðisflokksins væri enn stjórn Flokks heimilanna. Kristján fer því með fjárráð í flokknum og segir að peningarnir hafi ekki verið notaðir í neitt óeðlilegt: „Peningar frá ríkissjóði hafa allir farið inná reikning flokks heimilanna og hefur þeim einungis verið ráðstafað í þágu flokks heimilanna.“ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Kristján Snorri Ingólfsson segist ætla að skoða lagalegan rétt sinn vegna fréttar sem birtist á vef Útvarps Sögu í gær. Fréttin fallar um styrkveitingar frá ríkinu til Flokks heimilanna, sem Vísir fjallaði um í gærkvöldi. Fyrirsögn fréttarinnar var „Kristján Snorri stakk af á HM með flokkspeningana“. Í fréttinni er þó ekki farið nánar í þá fullyrðingu en saga Flokks heimilanna er rakin og deilur um hver er réttkjörinn formaður flokksins eru tíundaðar. „Það sem rétt er í þessari „frétt" er að ég heiti vissulega Kristján Snorri og ég er sannarlega í Brasilíu,“ segir hann í samtali við Vísi. Kristján sagði ennfremur í snörpu viðtali, að hann myndi íhuga lagalegan rétt sinn þegar hann kæmi aftur heim til landsins „Þessi „frétt" og þá sérstaklega fyrirsögnin þykir mér vægast sagt mjög villandi og meiðandi. Maður spyr sig í hvaða tilgangi eru slíkar fyrirsagnir settar fram á fréttamiðlum. Það hryggir mig að fyrrverandi samherjar í pólitík velji að fara slíka leið til þess eins, að því er virðist, að sverta nafn mitt og flokksins. Ég mun skoða lagalegan rétt minn varðandi þetta þegar ég kem aftur úr fríi.“ Deilur hafa staðið um ríkisstyrkveitingar sem Flokkur heimilanna á rétt á, samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Styrkurinn er tæpar fjörutíu milljónir næstu fjögur árin. Flokkur heimilanna notaði kennitölu Lýðveldisflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ný stjórn var kjörin þann 31. mars í fyrra. Eftir kosningar var fyrirtækjaskrá tilkynnt um nýja stjórn og fimm vikum eftir tilkynninguna mótmælti stjórnarmaður í gamla Lýðveldisflokknum skráningunni og sagði nýja stjórn ekki hafa verið kosna á lögmætan hátt. Taldi hann að stjórnarfundurinn þann 31. mars, hefði ekki verið boðaður löglega. Fyrirtækjaskrá úrskuðaði í málinu og taldi að Pétur Gunnlaugsson væri réttkjörinn formaður flokksins og ætti að fara með prókúruna. Málinu var áfrýjað til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis sem sneri dómnum við og taldi að stjórn gamla lýðræðisflokksins væri enn stjórn Flokks heimilanna. Kristján fer því með fjárráð í flokknum og segir að peningarnir hafi ekki verið notaðir í neitt óeðlilegt: „Peningar frá ríkissjóði hafa allir farið inná reikning flokks heimilanna og hefur þeim einungis verið ráðstafað í þágu flokks heimilanna.“
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira