Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. júlí 2014 00:01 Kristján ætlar að skoða málin þegar hann kemur heim frá Brasilíu. Kristján Snorri Ingólfsson segist ætla að skoða lagalegan rétt sinn vegna fréttar sem birtist á vef Útvarps Sögu í gær. Fréttin fallar um styrkveitingar frá ríkinu til Flokks heimilanna, sem Vísir fjallaði um í gærkvöldi. Fyrirsögn fréttarinnar var „Kristján Snorri stakk af á HM með flokkspeningana“. Í fréttinni er þó ekki farið nánar í þá fullyrðingu en saga Flokks heimilanna er rakin og deilur um hver er réttkjörinn formaður flokksins eru tíundaðar. „Það sem rétt er í þessari „frétt" er að ég heiti vissulega Kristján Snorri og ég er sannarlega í Brasilíu,“ segir hann í samtali við Vísi. Kristján sagði ennfremur í snörpu viðtali, að hann myndi íhuga lagalegan rétt sinn þegar hann kæmi aftur heim til landsins „Þessi „frétt" og þá sérstaklega fyrirsögnin þykir mér vægast sagt mjög villandi og meiðandi. Maður spyr sig í hvaða tilgangi eru slíkar fyrirsagnir settar fram á fréttamiðlum. Það hryggir mig að fyrrverandi samherjar í pólitík velji að fara slíka leið til þess eins, að því er virðist, að sverta nafn mitt og flokksins. Ég mun skoða lagalegan rétt minn varðandi þetta þegar ég kem aftur úr fríi.“ Deilur hafa staðið um ríkisstyrkveitingar sem Flokkur heimilanna á rétt á, samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Styrkurinn er tæpar fjörutíu milljónir næstu fjögur árin. Flokkur heimilanna notaði kennitölu Lýðveldisflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ný stjórn var kjörin þann 31. mars í fyrra. Eftir kosningar var fyrirtækjaskrá tilkynnt um nýja stjórn og fimm vikum eftir tilkynninguna mótmælti stjórnarmaður í gamla Lýðveldisflokknum skráningunni og sagði nýja stjórn ekki hafa verið kosna á lögmætan hátt. Taldi hann að stjórnarfundurinn þann 31. mars, hefði ekki verið boðaður löglega. Fyrirtækjaskrá úrskuðaði í málinu og taldi að Pétur Gunnlaugsson væri réttkjörinn formaður flokksins og ætti að fara með prókúruna. Málinu var áfrýjað til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis sem sneri dómnum við og taldi að stjórn gamla lýðræðisflokksins væri enn stjórn Flokks heimilanna. Kristján fer því með fjárráð í flokknum og segir að peningarnir hafi ekki verið notaðir í neitt óeðlilegt: „Peningar frá ríkissjóði hafa allir farið inná reikning flokks heimilanna og hefur þeim einungis verið ráðstafað í þágu flokks heimilanna.“ Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Kristján Snorri Ingólfsson segist ætla að skoða lagalegan rétt sinn vegna fréttar sem birtist á vef Útvarps Sögu í gær. Fréttin fallar um styrkveitingar frá ríkinu til Flokks heimilanna, sem Vísir fjallaði um í gærkvöldi. Fyrirsögn fréttarinnar var „Kristján Snorri stakk af á HM með flokkspeningana“. Í fréttinni er þó ekki farið nánar í þá fullyrðingu en saga Flokks heimilanna er rakin og deilur um hver er réttkjörinn formaður flokksins eru tíundaðar. „Það sem rétt er í þessari „frétt" er að ég heiti vissulega Kristján Snorri og ég er sannarlega í Brasilíu,“ segir hann í samtali við Vísi. Kristján sagði ennfremur í snörpu viðtali, að hann myndi íhuga lagalegan rétt sinn þegar hann kæmi aftur heim til landsins „Þessi „frétt" og þá sérstaklega fyrirsögnin þykir mér vægast sagt mjög villandi og meiðandi. Maður spyr sig í hvaða tilgangi eru slíkar fyrirsagnir settar fram á fréttamiðlum. Það hryggir mig að fyrrverandi samherjar í pólitík velji að fara slíka leið til þess eins, að því er virðist, að sverta nafn mitt og flokksins. Ég mun skoða lagalegan rétt minn varðandi þetta þegar ég kem aftur úr fríi.“ Deilur hafa staðið um ríkisstyrkveitingar sem Flokkur heimilanna á rétt á, samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Styrkurinn er tæpar fjörutíu milljónir næstu fjögur árin. Flokkur heimilanna notaði kennitölu Lýðveldisflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ný stjórn var kjörin þann 31. mars í fyrra. Eftir kosningar var fyrirtækjaskrá tilkynnt um nýja stjórn og fimm vikum eftir tilkynninguna mótmælti stjórnarmaður í gamla Lýðveldisflokknum skráningunni og sagði nýja stjórn ekki hafa verið kosna á lögmætan hátt. Taldi hann að stjórnarfundurinn þann 31. mars, hefði ekki verið boðaður löglega. Fyrirtækjaskrá úrskuðaði í málinu og taldi að Pétur Gunnlaugsson væri réttkjörinn formaður flokksins og ætti að fara með prókúruna. Málinu var áfrýjað til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis sem sneri dómnum við og taldi að stjórn gamla lýðræðisflokksins væri enn stjórn Flokks heimilanna. Kristján fer því með fjárráð í flokknum og segir að peningarnir hafi ekki verið notaðir í neitt óeðlilegt: „Peningar frá ríkissjóði hafa allir farið inná reikning flokks heimilanna og hefur þeim einungis verið ráðstafað í þágu flokks heimilanna.“
Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent