Segir ósatt að hann sé með flokkspeningana í Brasilíu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. júlí 2014 00:01 Kristján ætlar að skoða málin þegar hann kemur heim frá Brasilíu. Kristján Snorri Ingólfsson segist ætla að skoða lagalegan rétt sinn vegna fréttar sem birtist á vef Útvarps Sögu í gær. Fréttin fallar um styrkveitingar frá ríkinu til Flokks heimilanna, sem Vísir fjallaði um í gærkvöldi. Fyrirsögn fréttarinnar var „Kristján Snorri stakk af á HM með flokkspeningana“. Í fréttinni er þó ekki farið nánar í þá fullyrðingu en saga Flokks heimilanna er rakin og deilur um hver er réttkjörinn formaður flokksins eru tíundaðar. „Það sem rétt er í þessari „frétt" er að ég heiti vissulega Kristján Snorri og ég er sannarlega í Brasilíu,“ segir hann í samtali við Vísi. Kristján sagði ennfremur í snörpu viðtali, að hann myndi íhuga lagalegan rétt sinn þegar hann kæmi aftur heim til landsins „Þessi „frétt" og þá sérstaklega fyrirsögnin þykir mér vægast sagt mjög villandi og meiðandi. Maður spyr sig í hvaða tilgangi eru slíkar fyrirsagnir settar fram á fréttamiðlum. Það hryggir mig að fyrrverandi samherjar í pólitík velji að fara slíka leið til þess eins, að því er virðist, að sverta nafn mitt og flokksins. Ég mun skoða lagalegan rétt minn varðandi þetta þegar ég kem aftur úr fríi.“ Deilur hafa staðið um ríkisstyrkveitingar sem Flokkur heimilanna á rétt á, samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Styrkurinn er tæpar fjörutíu milljónir næstu fjögur árin. Flokkur heimilanna notaði kennitölu Lýðveldisflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ný stjórn var kjörin þann 31. mars í fyrra. Eftir kosningar var fyrirtækjaskrá tilkynnt um nýja stjórn og fimm vikum eftir tilkynninguna mótmælti stjórnarmaður í gamla Lýðveldisflokknum skráningunni og sagði nýja stjórn ekki hafa verið kosna á lögmætan hátt. Taldi hann að stjórnarfundurinn þann 31. mars, hefði ekki verið boðaður löglega. Fyrirtækjaskrá úrskuðaði í málinu og taldi að Pétur Gunnlaugsson væri réttkjörinn formaður flokksins og ætti að fara með prókúruna. Málinu var áfrýjað til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis sem sneri dómnum við og taldi að stjórn gamla lýðræðisflokksins væri enn stjórn Flokks heimilanna. Kristján fer því með fjárráð í flokknum og segir að peningarnir hafi ekki verið notaðir í neitt óeðlilegt: „Peningar frá ríkissjóði hafa allir farið inná reikning flokks heimilanna og hefur þeim einungis verið ráðstafað í þágu flokks heimilanna.“ Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira
Kristján Snorri Ingólfsson segist ætla að skoða lagalegan rétt sinn vegna fréttar sem birtist á vef Útvarps Sögu í gær. Fréttin fallar um styrkveitingar frá ríkinu til Flokks heimilanna, sem Vísir fjallaði um í gærkvöldi. Fyrirsögn fréttarinnar var „Kristján Snorri stakk af á HM með flokkspeningana“. Í fréttinni er þó ekki farið nánar í þá fullyrðingu en saga Flokks heimilanna er rakin og deilur um hver er réttkjörinn formaður flokksins eru tíundaðar. „Það sem rétt er í þessari „frétt" er að ég heiti vissulega Kristján Snorri og ég er sannarlega í Brasilíu,“ segir hann í samtali við Vísi. Kristján sagði ennfremur í snörpu viðtali, að hann myndi íhuga lagalegan rétt sinn þegar hann kæmi aftur heim til landsins „Þessi „frétt" og þá sérstaklega fyrirsögnin þykir mér vægast sagt mjög villandi og meiðandi. Maður spyr sig í hvaða tilgangi eru slíkar fyrirsagnir settar fram á fréttamiðlum. Það hryggir mig að fyrrverandi samherjar í pólitík velji að fara slíka leið til þess eins, að því er virðist, að sverta nafn mitt og flokksins. Ég mun skoða lagalegan rétt minn varðandi þetta þegar ég kem aftur úr fríi.“ Deilur hafa staðið um ríkisstyrkveitingar sem Flokkur heimilanna á rétt á, samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálaflokka. Styrkurinn er tæpar fjörutíu milljónir næstu fjögur árin. Flokkur heimilanna notaði kennitölu Lýðveldisflokksins fyrir síðustu Alþingiskosningar. Ný stjórn var kjörin þann 31. mars í fyrra. Eftir kosningar var fyrirtækjaskrá tilkynnt um nýja stjórn og fimm vikum eftir tilkynninguna mótmælti stjórnarmaður í gamla Lýðveldisflokknum skráningunni og sagði nýja stjórn ekki hafa verið kosna á lögmætan hátt. Taldi hann að stjórnarfundurinn þann 31. mars, hefði ekki verið boðaður löglega. Fyrirtækjaskrá úrskuðaði í málinu og taldi að Pétur Gunnlaugsson væri réttkjörinn formaður flokksins og ætti að fara með prókúruna. Málinu var áfrýjað til Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis sem sneri dómnum við og taldi að stjórn gamla lýðræðisflokksins væri enn stjórn Flokks heimilanna. Kristján fer því með fjárráð í flokknum og segir að peningarnir hafi ekki verið notaðir í neitt óeðlilegt: „Peningar frá ríkissjóði hafa allir farið inná reikning flokks heimilanna og hefur þeim einungis verið ráðstafað í þágu flokks heimilanna.“
Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Sjá meira