Innlent

Búið að opna Sprengisand

Kristján Már Unnarsson skrifar
Sprengisandur er hæsti hálendisvegur Íslands.
Sprengisandur er hæsti hálendisvegur Íslands. Mynd/Stöð 2.
Sprengisandsleið hefur verið opnuð, bæði um Bárðardal og Skagafjörð. Leiðin úr Eyjafirði er ennþá lokuð. Þetta má sjá á nýjasta hálendiskorti Vegagerðarinnar.

Veghefill fór í fyrradag frá Húsavík til að lagfæra veginn norðan vatnaskila en áður var búið að opna leiðina sunnanmegin að Nýjadal.

Fjallabaksleið syðri var opnuð í gær. Þar með eru fjölförnustu hálendisleiðir orðnar færar, þar á meðal Kaldidalur, Kjalvegur, Fjallabaksleið nyrðri, Lakavegur og Öskjuvegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×