Innlent

Reisa alifuglabú við Rauðalæk

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Þeir fiðruðu munu fá bróðurpartinn af tíma þeirra tvímenninga í Ölfusi.
Þeir fiðruðu munu fá bróðurpartinn af tíma þeirra tvímenninga í Ölfusi.
Framkvæmdir hefjast í haust á alifuglabúi við Rauðalæk í Ölfusi. Stefnt er á að þar geti verið fjörutíu þúsund fuglar. Það eru Kristján Karl Gunnarsson og Ögmundur Jónsson sem sameina krafta sína við þessi áform.

„Við hefjum framkvæmdir núna í haust og fuglarnir verða komnir inn fyrir vorið,“ segir Kristján.

Í fyrsta áfanga verða tíu þúsund fuglar í stæðum og svo ráða markaðsaðstæður því hvenær farið verður í fulla stærð.

Með þessu móti eru tvímenningarnir að skapa sjálfum sér störf. „Þetta er nú bara fjölskyldu- fyrirtæki. Þetta verður væntanlega til þess að við Ögmundur getum minnkað við okkur í þeim störfum sem við sinnum núna. Hann er sjálfstætt starfandi smiður og ég vinn á sambýli á Selfossi.“

Það er nóg að gera í þessum geira á svæðinu því til stendur að reisa stærsta minkabú landsins, með tíu þúsund læðum, á Hafnarsandi við Þorlákshöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×