Innlent

Flugvélin lent og hættustig afturkallað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá björgunarsveitarmenn í Ísólfi að störfum fyrir austan í dag.
Hér má sjá björgunarsveitarmenn í Ísólfi að störfum fyrir austan í dag. Mynd/Ómar Bogason
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um flugmann í vanda á Austfjörðum uppúr klukkan fimm í dag. Flugvélin hvarf af ratsjá milli Seyðisfjarðar og Loðmundarfjarðar en rétt áður hafði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fengið neyðarkall frá flugmanninum sem var einn í vélinni. Samkvæmt tilkynningu frá gæslunni er um að ræða ferjuvél.

Klukkan 17:27 fékk fréttastofa tilkynningu um að vélin væri lent á Egilsstaðarvelli og flugmaðurinn væri heill á húfi.

Björgunarsveitin Ísólfur var send á bát út á Seyðisfjörð þegar tilkynning um slysið barst og björgunarflokkur var einnig sendur upp á Fjarðarheiði.

Meðfylgjandi myndir tók Ómar Bogason þegar björgunarsveitarmenn í Ísólfi voru að störfum. 

Upphaflega fréttin - Lögregla og björgunarsveitir hafa verið kölluð út vegna flugvélar í vanda. Ferjuvél mun hafa horfið af ratsjá á milli Seyðisfjarðar og Loðmundarfjarðar. Áður hafði flugmaður vélarinnar kallað eftir neyðaraðstoð.



Þegar neyðarkallið barst til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar var vélin stödd um 15 sjómílur fyrir utan Egilsstaði.

Mynd/Ómar Bogason
Mynd/Ómar Bogason
Mynd/Ómar Bogason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×