Stórstjarna og búddamunkur í óvenjulegri hálendisverslun 4. júlí 2014 20:00 Þótt maður gleymi einhverju heima í fjallaferð í Landmannalaugar, eins og mat, kolum eða jafnvel svefnpoka, þarf ekki að örvænta því þá bjargar maður sér bara í litlu sveitabúðinni sem rekin er í rútu á staðnum. Bræðurnir Eiríkur og Óttar Haraldssynir, standa vaktina í búðinni, sem nú er fjölskyldufyrirtæki. Verslunin er aðeins eldri en verslunarstjórinn Eiríkur og allt hófst þetta fyrir rúmum 20 árum þegar Veiðifélag Landmannaafréttar réði fólk til að grisja vötnin á svæðinu. „Þau sáu pening í því að fara hingað á tjaldstæðið og selja fólki fiskiflök en það var eftirspurn eftir fleiru en fiski,“ segir Eiríkur. „Fólk þurfti kartöflur, prímusa og alls konar dót svo þau juku við vöruúrvalið. Svo þegar veiðin hætti að vera sjálfbær voru þau áður en þau vissu af komin með búð í gömlum Land Rover jeppa hérna uppi á fjalli. Svo vatt þetta smám saman upp á sig og nú er þetta komið í rútu.“ Hjónin Jean Louis og Ruth Balladore, frá Frakklandi og Sviss, sögðust í spjalli við blaðamann aldrei áður hafa séð verslun í farartæki. „Þetta er frábært og kemur manni heldur betur í gott skap,“ segir Ruth. Þau hjón fengu sér meðal annars samloku og kaffi, en það eru einmitt vinsælustu vörurnar í búðinni. Sumir eru hissa að finna verslun á hálendinu og hún hefur birst í erlendum ferðabókum. Aðspurðir segja bræðurnar suma viðskiptavini eftirminnilegri en aðra. „Hingað kom einu sinni búddamunkur, sem mér fannst skera sig úr og svo átti Emma Watson einu sinni leið hér um,“ segir Eiríkur en Óttar bætir glottandi við að Eiríkur hafi nú ekki kveikt strax á perunni og þekkt hana. Fljótlega kveðjum við þá bræður eftir skemmtilegt spjall og þótt hvorki munkar né stórstjörnur hafi komið við þennan daginn virtust margir fegnir að fá kaffisopann sinn, enda bragðast flest best á fjöllum.Umfjöllun Stöðvar 2 um verslunina hefst eftir 14:45 mín hér. Tengdar fréttir Þörf á róttækum aðgerðum í Landmannalaugum Talsmenn færslu þjónustunnar í Landmannalaugum út fyrir svæðið segja tal um gróða af ferðaþjónustu marklaust ef ekki megi leggja fjármagn í staði eins og Landmannalaugar. 25. júní 2014 19:30 Bregðast þarf við strax svo ekki fari illa í Landmannalaugum Landmannalaugar eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Fjöldi ferðamanna þar tvöfaldaðist á áratug og enn fjölgar þeim. 24. júní 2014 20:00 Alfarið á móti færslu þjónustunnar frá Landmannalaugum Forsvarsmenn Ferðafélags Íslands segja ótækt að biðja menn að ganga frá eignum sínum bótalaust. Hægt sé að ná sama árangri og færsla þjónustu frá Landmannalaugum myndi skila, með einfaldari og hagkvæmari hætti. 27. júní 2014 19:29 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Þótt maður gleymi einhverju heima í fjallaferð í Landmannalaugar, eins og mat, kolum eða jafnvel svefnpoka, þarf ekki að örvænta því þá bjargar maður sér bara í litlu sveitabúðinni sem rekin er í rútu á staðnum. Bræðurnir Eiríkur og Óttar Haraldssynir, standa vaktina í búðinni, sem nú er fjölskyldufyrirtæki. Verslunin er aðeins eldri en verslunarstjórinn Eiríkur og allt hófst þetta fyrir rúmum 20 árum þegar Veiðifélag Landmannaafréttar réði fólk til að grisja vötnin á svæðinu. „Þau sáu pening í því að fara hingað á tjaldstæðið og selja fólki fiskiflök en það var eftirspurn eftir fleiru en fiski,“ segir Eiríkur. „Fólk þurfti kartöflur, prímusa og alls konar dót svo þau juku við vöruúrvalið. Svo þegar veiðin hætti að vera sjálfbær voru þau áður en þau vissu af komin með búð í gömlum Land Rover jeppa hérna uppi á fjalli. Svo vatt þetta smám saman upp á sig og nú er þetta komið í rútu.“ Hjónin Jean Louis og Ruth Balladore, frá Frakklandi og Sviss, sögðust í spjalli við blaðamann aldrei áður hafa séð verslun í farartæki. „Þetta er frábært og kemur manni heldur betur í gott skap,“ segir Ruth. Þau hjón fengu sér meðal annars samloku og kaffi, en það eru einmitt vinsælustu vörurnar í búðinni. Sumir eru hissa að finna verslun á hálendinu og hún hefur birst í erlendum ferðabókum. Aðspurðir segja bræðurnar suma viðskiptavini eftirminnilegri en aðra. „Hingað kom einu sinni búddamunkur, sem mér fannst skera sig úr og svo átti Emma Watson einu sinni leið hér um,“ segir Eiríkur en Óttar bætir glottandi við að Eiríkur hafi nú ekki kveikt strax á perunni og þekkt hana. Fljótlega kveðjum við þá bræður eftir skemmtilegt spjall og þótt hvorki munkar né stórstjörnur hafi komið við þennan daginn virtust margir fegnir að fá kaffisopann sinn, enda bragðast flest best á fjöllum.Umfjöllun Stöðvar 2 um verslunina hefst eftir 14:45 mín hér.
Tengdar fréttir Þörf á róttækum aðgerðum í Landmannalaugum Talsmenn færslu þjónustunnar í Landmannalaugum út fyrir svæðið segja tal um gróða af ferðaþjónustu marklaust ef ekki megi leggja fjármagn í staði eins og Landmannalaugar. 25. júní 2014 19:30 Bregðast þarf við strax svo ekki fari illa í Landmannalaugum Landmannalaugar eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Fjöldi ferðamanna þar tvöfaldaðist á áratug og enn fjölgar þeim. 24. júní 2014 20:00 Alfarið á móti færslu þjónustunnar frá Landmannalaugum Forsvarsmenn Ferðafélags Íslands segja ótækt að biðja menn að ganga frá eignum sínum bótalaust. Hægt sé að ná sama árangri og færsla þjónustu frá Landmannalaugum myndi skila, með einfaldari og hagkvæmari hætti. 27. júní 2014 19:29 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Þörf á róttækum aðgerðum í Landmannalaugum Talsmenn færslu þjónustunnar í Landmannalaugum út fyrir svæðið segja tal um gróða af ferðaþjónustu marklaust ef ekki megi leggja fjármagn í staði eins og Landmannalaugar. 25. júní 2014 19:30
Bregðast þarf við strax svo ekki fari illa í Landmannalaugum Landmannalaugar eru á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Fjöldi ferðamanna þar tvöfaldaðist á áratug og enn fjölgar þeim. 24. júní 2014 20:00
Alfarið á móti færslu þjónustunnar frá Landmannalaugum Forsvarsmenn Ferðafélags Íslands segja ótækt að biðja menn að ganga frá eignum sínum bótalaust. Hægt sé að ná sama árangri og færsla þjónustu frá Landmannalaugum myndi skila, með einfaldari og hagkvæmari hætti. 27. júní 2014 19:29