Innlent

Betsson svarar kalli Baltasars

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baltasar telur að veðreiðar myndu gera keppni á Landsmóti hestamanna enn skemmtilegri.
Baltasar telur að veðreiðar myndu gera keppni á Landsmóti hestamanna enn skemmtilegri.
Baltasar Kormákur, Sigurbjörn Bárðarson og fleiri kölluðu eftir því í frétt vísis í gær að veðreiðar yrðu teknar upp á Íslandi. Segja má að vefmálasíðan Betsson hafi að einhverju leyti svarað kallinu því áhugamenn íslenska hestsins geta veðjað á hinar ýmsu greinar á Landsmótinu sem sett var á Gaddstaðaflötum við Hellu í gær.

Eins og sjá má á síðu Betsson þykir Árni Björn Pálsson á Stormi frá Herríðarhóli til alls líklegur í töltkeppni laugardagsins. Á sunnudeginum í A-úrslitum í A-flokki þykir Þórarinn Ragnarsson á Spuna frá Vesturkosti líklegastur.

Landsmótsgestir eiga von á ágætu veðri um helgina ef marka má nýjustu veðurspár Veðurstofu Íslands.


Tengdar fréttir

Landsmótið sett í blíðskaparveðri

Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt.

Heimsmet á Hellu

Heldur betur hefur ræst úr veðri á Gaddstaðaflötum á Hellu og sólin farin að skína á gesti landsmóts hestamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×