Innlent

RÚV hyggst leigja út efstu hæðirnar í Efstaleiti

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/gva
RÚV mun leigja út tvær efstu hæðir Útvarpshússins en þær eru alls tæplega 1000 fermetrar að stærð. Stofnunin mun auglýsa hæðirnar til leigu um helgina, bæði í Fréttablaðinu og í Morgunblaðinu.

Fram kemur í tilkynningu frá RÚV að gert sé ráð fyrir að leigutímabilið hefjist í fyrsta lagi 1. sept 2014. „Útleigan er í samræmi við nýjar áherslur útvarpsstjóra – að skapa opnari og dýnamískari vinnustað og veita minna fjarmagni í yfirbyggingu og skila meiru beint í dagskrárgerð,“ segir í tilkynningunni.

Öll starfsemi RÚV verður á neðstu tveimur hæðum hússins, framkvæmdir við flutninga stendur sem hæst og lýkur um miðjan ágúst

Magnús Geir Þórðarson tilkynnti um breytingar í húsnæðismálum RÚV fyrr á þessu ári þegar hann tók við embætti útvarpsstjóra.

Fram kemur einnig í tilkynningunni frá RÚV að langtímalausnir á húsnæðismálum séu enn til skoðunar, sem meðal annars fela í sér möguleika á að selja lóðina við Efstaleiti eða hluta húsnæðis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.