Innlent

Skagaströnd hyggst innleiða Hjallastefnu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hjallastefnan fylgir sex meginreglum og starfar eftir kynjanámskrá.
Hjallastefnan fylgir sex meginreglum og starfar eftir kynjanámskrá. Fréttablaðið/GVA
Sveitarstjórn Skagastrandar hefur samþykkt samning við Hjallastefnuna ehf.

Markmiðið er að rekstur leikskólans Bjarnabóls færist alfarið yfir til Hjallastefnunnar um áramótin 2014-2015 en gangi það ekki þá ekki síðar en 1. ágúst 2015.

Þangað til verður rekstur leikskólans áfram hjá sveitarfélaginu. Samkvæmt heimasíðu stefnunnar verður þetta átjándi skólinn sem rekinn er í samræmi við Hjallastefnuna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×