Innlent

Ófært í Öskju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vatnajökulsþjóðgarður.
Vatnajökulsþjóðgarður.
Ófært er í Öskju vegna snjóa, en þremur kílómetrum fyrir ofan Drekagil er 40 sentímetra djúpur snjór á vegi. Allhvasst og skafrenningur er á svæðinu og ekkert ferðaveður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Öskju og Nýjadal.

Sprengisandsleið um Bárðardal og í Skagafjörð var opnuð í gær, en þar eru nú miklir vatnavextir og vissara fyrir ökumenn að hafa varann á. Í morgun var slydda við skála Ferðafélags Íslands í Nýjadal og þar er nú farið að snjóa.

Samkvæmt upplýsingum veðurstofu byrjar veðrið smám saman að ganga niður seinnipartinn og í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×