Innlent

Handtekinn með kannabis í verslun

ingvar haraldsson skrifar
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum mönnum sem grunaðir voru um að vera undir áhrifum fíkniefna síðdegis í dag
Lögregla þurfti að hafa afskipti af nokkrum mönnum sem grunaðir voru um að vera undir áhrifum fíkniefna síðdegis í dag
Óskað var eftir aðstoð lögreglu síðdegis vegna karlmanns í annarlegu ástandi í verslun í Reykjavík. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að maðurinn var með kannabisefni meðferðis og var hann í framhaldinu fluttur handtekinn á lögreglustöð. Þegar á lögreglustöðina var komið var maðurinn í of annarlegu ástandi svo hægt væri að taka skýrslu af honum.

Þar að auki hafði lögregla afskipti af fjórum ökumönnum sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum fíkniefna. Voru þeir allir handteknir og settir í blóðsýnatöku og svo sleppt að henni lokinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×