Innlent

Partýtjaldið fokið í Vestmannaeyjum

ingvar haraldsson skrifar
Hávaðarok er nú í Vestmanneyjum.
Hávaðarok er nú í Vestmanneyjum. vísir/óskar friðriksson
Hátíðartjald Goslokhátíðar liðaðist í sundur í því hávaðaroki sem nú er í Vestmannaeyjum. Á Stórhöfða mældist vindhraði 23 metrar á sekúndu klukkan þrjú.

Eins og sjá má á myndunum hér að ofan er unnið að viðgerð.

Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum hátíðarinnar verður einhver röskun á dagskrá sökum þessa.

vísir/óskar friðriksson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×