Innlent

Varð vélarvana utan við Hafnarfjörð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hafnarfjarðarhöfn. Myndin tengist ekki fréttinni.
Hafnarfjarðarhöfn. Myndin tengist ekki fréttinni. visir/daníel
Nýr 30 tonna bátur, sem verið var að prufusigla, varð vélarvana utan við Hafnarfjörð fyrr í kvöld.

Átta manns voru um borð í bátnum en Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út og fór á staðinn á Fiskakletti, harðbotna björgunarbáti sínum.

Í fyrstu var talin lítil hætta á ferðum en svo jókst rekið á bátnum svo hann stefndi hratt að landi.

Björgunarbáturinn kom á staðinn um kvöldmatarleytið í kvöld og tók þann bilaða í tog. Báturinn verður nú dregin til hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×