Innlent

Bensínlausir strandaglópar á Djúpavogi

ingvar haraldsson skrifar
Ekki er hægt að taka bensín á Djúpavogi.
Ekki er hægt að taka bensín á Djúpavogi. vísir/pjetur
Eina bensíndælan á Djúpavogi hefur verið biluð frá því klukkan tvö í dag. Samkvæmt íbúa í bænum sem vildi ekki láta nafn síns getið eru nokkrir strandaglópar í bænum þar sem ekki er hægt að taka eldsneyti.

Ríflega sextíu kílómetrar eru í næstu bensínstöð og því er ekki auðvelt að verða sér út um frekara bensín.

Samkvæmt upplýsingum frá N1 brást netsamband dælunnar, sem er sjálfvirk. Starfsmenn Mílu munu vera að vinna að viðgerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×