Innlent

Lögðu hald á 70 kannabisplöntur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Myndin tengist ekki fréttinni beint. visir/Daníel
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði nýverið kannabisræktun í umdæminu. Ræktuninni hafði verið komið fyrir í iðnaðarhúsi, í þremur ræktunartjöldum á efri hæð húsnæðisins.

Lögðu lögreglumenn hald á nær 70 kannabisplöntur, auk lampa, filtera og annars búnaðar. Þeir höfðu jafnframt upp á einstaklingi, sem hafði yfir húsnæðinu að ráða og viðurkenndi hann að ræktun færi fram í rýminu.

Þá fór lögregla í aðra húsleit. Við leit í umræddu húsnæði fannst tjald, sem notað hafði verið til kannabisræktunar og ýmis ummerki um ræktunina sjálfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×