Innlent

300 milljónir vantar til að byggja Stofnun Vigdísar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Metnaðarfullt Verkefnið er metnaðarfullt en gert er ráð fyrir stóru útisvæði.
Metnaðarfullt Verkefnið er metnaðarfullt en gert er ráð fyrir stóru útisvæði. Mynd/HÍ
„Þetta er mjög gleðilegt og grand,“ segir Auður Hauksdóttir, prófessor og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur, en stofnunin hlaut öðru sinni veglegan styrk frá A.P. Møller-sjóðnum í Danmörku til þess að byggja alþjóðlega tungumálamiðstöð á háskólasvæðinu.

Styrkurinn var rúmlega hundrað milljónir króna en áður hafði sjóðurinn danski lagt sams konar upphæð í verkefnið.

Byggingin mun kosta um 1,5 milljarða alls en vantar nú um 300 milljónir til þess að hún verði að veruleika. Auður vonar að sú upphæð safnist sem fyrst og hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári.

Auður Hauksdóttir
Margir hafa sýnt áhuga á að koma að verkefninu

Í Vigdísarstofnun, sem mun rísa við Suðurgötu, verður aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir í þeim erlendu tungumálum sem kennd eru við Háskóla Íslands auk aðstöðu fyrir erlenda gestafræðimenn og alþjóðasamstarf.

„Við skynjum mikinn áhuga sem hefur náttúrlega komið fram í því hversu margir hafa í rauninni lagt þessu lið þegar,“ útskýrir Auður og nefnir í því sambandi kennarasamtök á Norðurlöndum, Kennarasambandið og fleiri aðila. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×