Fleiri fréttir

Snjólaust á fimmtudag

Það snjóaði töluvert í morgun, eins og íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið varir við og var snjólagið við veðurstofuna í morgun þrettán sentimetrar.

Grænlensk börn læra að synda á Íslandi

Undanfarnar tvær vikur hafa 31 grænlenskt barn dvalið hér á landi í boði Kalak sem er vinafélag Íslands og Grænlands.„Þetta er búið að vera mjög gaman eins og alltaf og þau fara héðan flugsynd og full af góðum minningum,“ segir Hrafn Jökulsson, Grænlandsvinur.

Ríkið brást ekki nógu vel við

Stjórnvöld brugðust ekki nægilega vel við fjórum af sex ábendingum Ríkisendurskoðunar frá árinu 2010 um stuðning við atvinnu- og byggðaþróun.

Dagur opinn fyrir Sundabraut í einkaframkvæmd

Dagur B. Eggertsson, formaður borgaráðs, er opinn fyrir þeirri hugmynd vegamálastjóra að setja Sundabraut og fleiri samgönguframkvæmdir innan Reykjavíkurborgar í einkaframkvæmd.

Siðmennt fær sóknargjöld sem söfnuður sé

Kirkjan er í miklum fjárhagskröggum en sóknir á suðvesturhorninu skulda yfir þrjá milljarða. Séra Vigfús Þór Árnason er sóknarprestur í stærstu sókninni og þeirri sem mest skuldar. Hann vonar að ríkið hætti að þrengja að kirkjunni.

Lána Kyndla til almennings

Amtsbókasafnið á Akureyri hefur hafið útlán á Kyndlum til almennings. Tilgangurinn er fyrst og fremst að gefa fólki tækifæri á að kynnast þessari tækni,“ segir Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður.

Skoðað hvort Vestmannaeyjar fái nýja ferju

Herjólfur hefur ekki getað siglt milli Eyja og Landeyjahafnar um sjötíu daga á ári og hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi olíukostnaði til viðbótar.

Pútín og Kerry ánægðir með framvindu mála í Sýrlandi

Stjórnvöld í Rússlandi og Bandaríkjunum eru einhuga um hvernig eigi að eyða efnavopnum í Sýrlandi. Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti eftir fund sem hann átti með John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Indónesíu í morgun.

Prjóna fyrir börn frá Sýrlandi

Þjáningar flóttafólks frá Sýrlandi hafa látið fáa ósnortna og margir hafa lagt sitt af mörkum til að bæta líf þeirra hundraða þúsunda sem eiga þar um sárt að binda.

Sjúkraþjálfarar mótmæla niðurskurði

Stjórn og kjaranefnd Félags sjúkraþjálfara mótmælir harðlega þeirri ætlan ríkisstjórnarinnar að draga enn frekar úr útgjöldum til sjúkraþjálfunar.

Sundabraut hentug einkaframkvæmd

Vegagerðinni líst vel á að setja hluta vegaframkvæmda í einkaframkvæmd. Sundabraut er nefnd sem dæmi um verkefni sem gæti hentað til slíks. Lífeyrissjóðir gætu komið að fjármögnun verksins verði ávöxtun tryggð.

Fljúgandi hálka á götum borgarinnar

Snjó kyngdi niður í nótt og snemma í morgun. Nú þegar hafa nokkur óhöpp í umferðinni orðið vegna hálku. Seinkun er á öllum leiðum Strætó.

Vaxandi spenna í Norður-Kóreu

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa lýst því yfir að herinn sé nú í efsta stigs viðbragðsstöðu og albúinn því að grípa til aðgerða.

Sex leituðu á neyðarmóttöku

Sex konur leituðu á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítalanum um liðna helgi. Ein tilkynning til viðbótar barst einungis til lögreglu.

Nýta gögn úr skattaskjólum við rannsóknir

Samningar Norðurlandanna um upplýsingaskipti við aflandssvæði hafa í nokkrum tilvikum styrkt rannsóknir skattayfirvalda á málum hér á landi. Skattrannsóknarstjóri segir löndin standa vel að vígi í baráttunni gegn skattaskjólum.

Vilja rannsaka fækkun kvenna

Lagt er til að samstarf Íslands við Grænland og Færeyjar verði aukið í tillögum sem Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins hefur lagt fyrir Alþingi.

Bora fyrir Norðfjarðargöngum í vikunni

„Við munum líklega byrja að bora og sprengja fyrir gangamunna Norðfjarðarganga í Eskifirði í þessari viku,“ segir Guðmundur Björnsson, tæknifræðingur hjá verkfræðistofunni Hnit sem fer með umsjón og eftirlit vegna framkvæmda við Norðfjarðargöng.

Ábendingar almennings ekki opinberaðar

Tilkynnt verður á næstu dögum hvenær fyrsta áfangaskýrsla hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar verður kynnt. Alls bárust 570 ábendingar frá almenningi um það sem betur mætti fara í ríkisfjármálunum.

Yfirlæknir varar við sveppanotkun

Lögreglan rannsakar nú mál þar sem maður gekk berserksgang í verslun í Reykjavík undir áhrifum sveppa. Yfirlæknir á Vogi segir marga aldrei bíða þess bætur að neyta ofskynjunarsveppa.

„Ekki í lagi að sleppa takinu“

Það er ekki í lagi að foreldrar sleppi takinu og leggi blessun sína yfir áfengisneyslu barna þegar þau byrja í framhaldsskóla. Þetta sagði forseti Íslands á kynningarfundi um Forvarnardaginn í dag.

Lögreglan braut lög um persónuvernd

Starfsmaður tilkynningar- og boðunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu braut lög þegar hann greindi ættingja einstaklings frá kynferðisofbeldi sem hann hafði orðið fyrir.

Miðasala hafin á aukatónleika

Miðasala er hafin á aukatónleika Baggalúts í Háskólabíó. Miðar á ferna jólatónleika þeirra seldust upp á örfáum klukkustundum.

Seldi unglingum áfengi

Lögreglan á Suðurnesjum stóð um helgina eiganda veitingahúss í Keflavík að því að selja 19 ára pilti áfengi.

Einar að fá lyktarskynið á ný

Einar Skúlason, frumkvöðull og fyrrverandi frambjóðandi Framsóknarflokksins, þarf að skipta um tetegund sem hefur verið í uppáhaldi hjá honum síðastliðin tvö ár eftir að lyktarskynið kom óvænt aftur.

Með haglabyssu í íþróttatösku

Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á haglabyssu sem var í kyrrstæðri og mannlausri bifreið. Byssan var í íþróttatösku en hlaup hennar skagaði út í afturrúðu bílsins.

Kröfu Hraunavina hafnað

Krafa um beiðni um álit EFTA-dómstólsins á því hvort náttúruverndarsamtökin eigi lögvarinna hagsmuna að gæta hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur.

Sjónum beint að geðheilsu á efri árum

"Við viljum benda á hvað það er mikilvægt að fólk sem er að ná háum aldri hugi vel að heilsunni. Því miður hefur borið á því að það eru fordómar varðandi geðheilbrigðismál og þá er mikilvægt að tala um það líka," segir Arnþór Birkisson.

„Óhentugt að reka bráðamóttöku á tveimur stöðum“

"Okkur vantar fé til tækjakaupa og við þurfum að endurskipuleggja starfsemina,“ segir framkvæmdastjóri lækninga til að efla bráðamóttöku á Landspítalanum og segir hann afar óhentugt að reka bráðamóttöku á tveimur stöðum.

Sjá næstu 50 fréttir