Innlent

Prjóna fyrir börn frá Sýrlandi

Þorgils Jónsson skrifar
Prjónaðir eru ferningar sem eru 20 sentimetrar á kant og þeir svo sendir til Tyrklands þar sem þeir eru settir saman í teppi.
Prjónaðir eru ferningar sem eru 20 sentimetrar á kant og þeir svo sendir til Tyrklands þar sem þeir eru settir saman í teppi. Fréttablaðið/Vilhelm
Þjáningar flóttafólks frá Sýrlandi hafa látið fáa ósnortna og margir hafa lagt sitt af mörkum til að bæta líf þeirra hundraða þúsunda sem eiga þar um sárt að binda.

Nokkrar fræknar prjónakonur á Íslandi, meðal annars íbúar og starfsfólk í þjónustuíbúðunum við Bólstaðarhlíð í Reykjavík, hafa undanfarið tekið þátt í verkefninu Lily – Love In the Language of Yarn. Þar hefur prjónafólk um allan heim tekið þátt í að senda skjólföt fyrir börn og búta í teppi sem svo eru settir saman.

Allir geta annars tekið þátt og má finna nánari upplýsingar um verkefnið með því að leita að því á vefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×