Innlent

Nánast blindur eftir stórfellda líkamsárás

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Stefán
Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann fyrir stófellda líkamsárás í lok september árið 2010. Maðurinn veittist með ofbeldi að öðrum manni sem sat í bíl sínum á bílastæði við íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði.

Ákærði sló með hafnarboltakylfu í hliðarrúðu bifreiðar mannsins sem sat í framsæti hennar með þeim afleiðingum að rúðan mölbrotnaði og glerbrot þeyttust í bæði augu mannsins.

Ákærði sló einnig fórnarlambið í öxl með hafnaboltakylfu. Afleiðingar árásarinnar urðu þær að fórnarlambið hlaut 5 mm langan skurð ofan til og hliðlægt á hornhimnu hægra auga og rúmlega 5 mm langan skurð ofarlega á hornhimnu vinstra auga og skaddaðan augnstein. Maðurinn sem fyrir árásinni varð er blindur á vinstra auga og með 20% sjón á hægra auga.

Fyrirtaka í máli ákærða fer fram á miðvikudag í Héraðsdómi Reykjaness. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×