Innlent

Vildi fá endurgreitt frá lögreglu eftir misheppnuð fíkniefnakaup

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Lögreglan stöðvaði fíkniefnaviðskipti á Suðurnesjum um helgina.
Lögreglan stöðvaði fíkniefnaviðskipti á Suðurnesjum um helgina. Mynd/Stefán
Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af tveimur mönnum vegna fíkniefnaviðskipta á salerni veitingastaðar í umdæminu um helgina.

Seljandinn mun hafa sturtað efnum niður salernið og losað sig þannig við eitthvað af fíkniefnum.

Líkamsleit var framkvæmd á þeim báðum og á kaupandanum fannst hass. Sá vildi fá þá fjármuni sem hann hafði lagt út fyrir efnunum endurgreidda eftir að þau voru gerð upptæk.

Fíkniefnasalinn var handtekinn og færður á lögreglustöð og fjármunirnir haldlagðir sem meintur ágóði af fíkniefnaviðskiptum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×