Innlent

Skoðað hvort Vestmannaeyjar fái nýja ferju

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Herjólfur hefur ekki getað siglt milli Eyja og Landeyjahafnar um sjötíu daga á ári og hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi olíukostnaði til viðbótar.
Herjólfur hefur ekki getað siglt milli Eyja og Landeyjahafnar um sjötíu daga á ári og hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi olíukostnaði til viðbótar. mynd/Óskar Pétur Friðriksson
Innanríkisráðuneytið skoða möguleikann á því að leigja nýja ferju til að sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar í vetur. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Þar kemur fram að Herjólfur hefur ekki getað siglt milli Eyja og Landeyjahafnar um sjötíu daga á ári og hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar með tilheyrandi olíukostnaði til viðbótar.

Hugmyndin er að það gæti verið ódýrara fyrir ríkið að leigja nýja og grunnristari ferju sem gæti siglt til Landeyjahafnar að minnsta kosti hluta þeirra daga sem Herjólfur kemst ekki þangað. Það myndi einnig draga úr dýpkunarkostnaði í Landeyjahöfn.

Í fréttinni kemur fram að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra staðfesti  að leiga á ferju til viðbótar við Herjólf sé á meðal þess sem sé í skoðun til að bæta samgöngur til og frá Eyjum. Ráðuneytið sé meðvitað um þá annamarka sem hafa verið á þjónustunni, sérstaklega yfir vetrartímann.

Í tengslum við fjárveitingar næsta árs sé verið að skoða hvort hægt sé að boða betri lausn fyrir vetrarþjónustuna. Þar hafa verið skoðaðar framkvæmdir við Landeyjahöfn eða tímabundin viðbótarferja. Að sögn Hönnu Birnu er verið að skoða þessa hluti og ekkert kemur í ljós um það fyrr en síðar í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×