Innlent

Bæjarskrifstofur Kópavogs bjóða upp á hjól

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Formaður umhverfis - og samgöngunefndar, Margrét Björnsdóttir, prófaði hjólin í dag ásamt umhverfisfulltrúa bæjarins, Sólveigu H. Jóhannsdóttur.
Formaður umhverfis - og samgöngunefndar, Margrét Björnsdóttir, prófaði hjólin í dag ásamt umhverfisfulltrúa bæjarins, Sólveigu H. Jóhannsdóttur.
Starfsfólki á bæjarskrifstofum Kópavogs býðst nú að fá lánuð hjól til þess að fara í stuttar ferðir fyrir bæinn. Þetta er í samræmi við ákvörðum umhverfis- og samgöngunefndar.

Tilgangurinn er að hvetja fólk til þess að nota vistvænar samgöngur og efla um leið heilsu og úthald. Hjólin eru tvö og þeim fylgja reiðhjólahjálmar og endurskinvesti.

Þéttriðið net göngu- og hjólareiðastíga er um allan Kópavog og víða má komast um á hjóli á innan við sex mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×