Innlent

Miðasala hafin á aukatónleika

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Karl Sigurðsson og Guðmundur Pálsson, Baggalútsmenn.
Karl Sigurðsson og Guðmundur Pálsson, Baggalútsmenn. Mynd/Anton Brink
Baggalútur hefur bætt við tveimur aukatónleikum fyrir jólin og hægt er að nálgast miða á midi.is

Miðar á ferna jólatónleika Baggalúts í Háskólabíói seldust upp á örfáum klukkustundum í síðustu viku. Í fréttatilkynningu frá ritstjórn Baggalúts segir að með þessu hafi hljómsveitin slegið sitt eigið innanhúsmet.

Baggalútur heldur árvissa jólatónleika sína á aðventunni í Háskólabíói. Þar koma gull-, látúns-, og flauelsbarkar sveitarinnar gestum í jólafíling.

Í bland við sívinsæla jólaslagara og aðventusmelli leikur sveitin lög af glænýrri hljómskífu, sem tekin var upp í köntríkauptúninu Nashville í haust þar á meðal nýjan slagara sem Jóhanna Guðrún syngur og hægt er að horfa á hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×