Innlent

Sagði ættingja frá kæru vegna kynferðisbrots

Brjánn Jónasson skrifar
Lögreglumaður sagði ættingja manneskju sem kærði kynferðisbrot frá kærunni, en hefur nú beðist afsökunar á mistökunum.
Lögreglumaður sagði ættingja manneskju sem kærði kynferðisbrot frá kærunni, en hefur nú beðist afsökunar á mistökunum. Fréttablaðið/Hari
Starfsmaður kynningar- og boðunardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu upplýsti fyrir mistök ættingja manneskju sem lagt hafði fram kæru vegna kynferðisbrots um kæruna.

Kærandinn, sem er á aldursbilnu 18 til 20 ára, kvartaði til Persónuverndar og taldi lögreglu hafa brotið gegn lögum um persónuvernd með því að upplýsa viðkomandi um kæruna.

Í svari lögreglunnar til Persónuverndar segir að starfsmaður embættisins hafi gert mistök, og hann vilji biðja kærandan afsökunar á þessum mistökum.

Persónuvernd segir í úrskurði sínum að lögreglan hafi ekki farið eftir lögum um persónuvernd, og lagði fyrir stjórnendur embættisins að gera ráðstafanir til að það endurtaki sig ekki, og upplýsa Persónuvernd um þær ráðstafanir fyrir 1. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×