„Kaupi ekki pasta þar sem hatursáróður fylgir með“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. október 2013 13:48 Ummæli forstjóra Barilla fyrirtækisins á Ítalíu í garð samkynhneigðra hafa vakið upp sterk viðbrögð. Forstjórinn lét hafa eftir sér að samkynhneigðir ógni gildum fjölskyldunnar og sagði að þeir gætu borðað aðra tegund af pasta ef þeim líkaði ekki orð sín. Í kjölfarið hafa fjölmargir ákveðið að sneiða hjá Barilla pasta víða um heim. Ummæli Guido Barilla hafa svo sannarlega fallið í grýttan jarðveg og hefur hann ítrekað þurft að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Sala á Barilla pasta hefur fallið víða um heim og vakti það athygli þegar vörur frá Barilla fóru á 25% afslátt í nokkrum verslunum hér á landi fyrir helgi. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að hún og fjölmargir aðrir samkynheigðir á Íslandi sniðgangi nú pasta frá Barilla. „Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá hef ég ekki áhuga á að kaupa pasta þar sem hatursáróður fylgir með í kaupunum,“ segir Anna Pála. Hún telur að það sé ekki tilviljun að pasta frá Barilla sé nú á afslætti í mörgum verslunum hér á landi. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé innanlands- eða alþjóðlegt átak. Maður veltir því fyrir sér að tímasetningin sé ekki tilviljun. Það hefur verið bylgja á netinu þar sem fólk lýsir því yfir að það hafi ekki löngun til að versla Barilla pasta. Ég held að það sé talsvert um það að fólk sniðgangi Barilla pasta - forstjórinn lagði til mótmælin sjálfur.“Fleiri en samkynhneigðir sniðganga Barilla Það eru ekki bara samkynhneigðir sem mótmæla orðum Guido Barilla með því að sniðganga vörur fyrirtækisins. „Ef að forstjóri Barilla segir að samkynhneigt fólk eigi að borða eitthvað annað pasta þá er það ekki bara samkynhneigt fólk sem bregst við heldur fólk sem er meðvitað um mannréttindabaráttu almennt og það er miklu stærri hópur fólks.“ SS flytur inn Barilla til Íslands. Fyritækið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir „Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“ Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla. 6. október 2013 13:27 „Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“ Stjórnarformaður Barilla hefur reitt samkynhneigða á Ítalíu til reiði með undarlegum ummælum. 27. september 2013 15:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ummæli forstjóra Barilla fyrirtækisins á Ítalíu í garð samkynhneigðra hafa vakið upp sterk viðbrögð. Forstjórinn lét hafa eftir sér að samkynhneigðir ógni gildum fjölskyldunnar og sagði að þeir gætu borðað aðra tegund af pasta ef þeim líkaði ekki orð sín. Í kjölfarið hafa fjölmargir ákveðið að sneiða hjá Barilla pasta víða um heim. Ummæli Guido Barilla hafa svo sannarlega fallið í grýttan jarðveg og hefur hann ítrekað þurft að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Sala á Barilla pasta hefur fallið víða um heim og vakti það athygli þegar vörur frá Barilla fóru á 25% afslátt í nokkrum verslunum hér á landi fyrir helgi. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að hún og fjölmargir aðrir samkynheigðir á Íslandi sniðgangi nú pasta frá Barilla. „Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá hef ég ekki áhuga á að kaupa pasta þar sem hatursáróður fylgir með í kaupunum,“ segir Anna Pála. Hún telur að það sé ekki tilviljun að pasta frá Barilla sé nú á afslætti í mörgum verslunum hér á landi. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé innanlands- eða alþjóðlegt átak. Maður veltir því fyrir sér að tímasetningin sé ekki tilviljun. Það hefur verið bylgja á netinu þar sem fólk lýsir því yfir að það hafi ekki löngun til að versla Barilla pasta. Ég held að það sé talsvert um það að fólk sniðgangi Barilla pasta - forstjórinn lagði til mótmælin sjálfur.“Fleiri en samkynhneigðir sniðganga Barilla Það eru ekki bara samkynhneigðir sem mótmæla orðum Guido Barilla með því að sniðganga vörur fyrirtækisins. „Ef að forstjóri Barilla segir að samkynhneigt fólk eigi að borða eitthvað annað pasta þá er það ekki bara samkynhneigt fólk sem bregst við heldur fólk sem er meðvitað um mannréttindabaráttu almennt og það er miklu stærri hópur fólks.“ SS flytur inn Barilla til Íslands. Fyritækið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir „Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“ Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla. 6. október 2013 13:27 „Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“ Stjórnarformaður Barilla hefur reitt samkynhneigða á Ítalíu til reiði með undarlegum ummælum. 27. september 2013 15:00 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“ Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla. 6. október 2013 13:27
„Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“ Stjórnarformaður Barilla hefur reitt samkynhneigða á Ítalíu til reiði með undarlegum ummælum. 27. september 2013 15:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels