„Kaupi ekki pasta þar sem hatursáróður fylgir með“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. október 2013 13:48 Ummæli forstjóra Barilla fyrirtækisins á Ítalíu í garð samkynhneigðra hafa vakið upp sterk viðbrögð. Forstjórinn lét hafa eftir sér að samkynhneigðir ógni gildum fjölskyldunnar og sagði að þeir gætu borðað aðra tegund af pasta ef þeim líkaði ekki orð sín. Í kjölfarið hafa fjölmargir ákveðið að sneiða hjá Barilla pasta víða um heim. Ummæli Guido Barilla hafa svo sannarlega fallið í grýttan jarðveg og hefur hann ítrekað þurft að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Sala á Barilla pasta hefur fallið víða um heim og vakti það athygli þegar vörur frá Barilla fóru á 25% afslátt í nokkrum verslunum hér á landi fyrir helgi. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að hún og fjölmargir aðrir samkynheigðir á Íslandi sniðgangi nú pasta frá Barilla. „Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá hef ég ekki áhuga á að kaupa pasta þar sem hatursáróður fylgir með í kaupunum,“ segir Anna Pála. Hún telur að það sé ekki tilviljun að pasta frá Barilla sé nú á afslætti í mörgum verslunum hér á landi. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé innanlands- eða alþjóðlegt átak. Maður veltir því fyrir sér að tímasetningin sé ekki tilviljun. Það hefur verið bylgja á netinu þar sem fólk lýsir því yfir að það hafi ekki löngun til að versla Barilla pasta. Ég held að það sé talsvert um það að fólk sniðgangi Barilla pasta - forstjórinn lagði til mótmælin sjálfur.“Fleiri en samkynhneigðir sniðganga Barilla Það eru ekki bara samkynhneigðir sem mótmæla orðum Guido Barilla með því að sniðganga vörur fyrirtækisins. „Ef að forstjóri Barilla segir að samkynhneigt fólk eigi að borða eitthvað annað pasta þá er það ekki bara samkynhneigt fólk sem bregst við heldur fólk sem er meðvitað um mannréttindabaráttu almennt og það er miklu stærri hópur fólks.“ SS flytur inn Barilla til Íslands. Fyritækið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Tengdar fréttir „Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“ Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla. 6. október 2013 13:27 „Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“ Stjórnarformaður Barilla hefur reitt samkynhneigða á Ítalíu til reiði með undarlegum ummælum. 27. september 2013 15:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Ummæli forstjóra Barilla fyrirtækisins á Ítalíu í garð samkynhneigðra hafa vakið upp sterk viðbrögð. Forstjórinn lét hafa eftir sér að samkynhneigðir ógni gildum fjölskyldunnar og sagði að þeir gætu borðað aðra tegund af pasta ef þeim líkaði ekki orð sín. Í kjölfarið hafa fjölmargir ákveðið að sneiða hjá Barilla pasta víða um heim. Ummæli Guido Barilla hafa svo sannarlega fallið í grýttan jarðveg og hefur hann ítrekað þurft að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Sala á Barilla pasta hefur fallið víða um heim og vakti það athygli þegar vörur frá Barilla fóru á 25% afslátt í nokkrum verslunum hér á landi fyrir helgi. Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að hún og fjölmargir aðrir samkynheigðir á Íslandi sniðgangi nú pasta frá Barilla. „Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá hef ég ekki áhuga á að kaupa pasta þar sem hatursáróður fylgir með í kaupunum,“ segir Anna Pála. Hún telur að það sé ekki tilviljun að pasta frá Barilla sé nú á afslætti í mörgum verslunum hér á landi. „Ég veit svo sem ekki hvort það sé innanlands- eða alþjóðlegt átak. Maður veltir því fyrir sér að tímasetningin sé ekki tilviljun. Það hefur verið bylgja á netinu þar sem fólk lýsir því yfir að það hafi ekki löngun til að versla Barilla pasta. Ég held að það sé talsvert um það að fólk sniðgangi Barilla pasta - forstjórinn lagði til mótmælin sjálfur.“Fleiri en samkynhneigðir sniðganga Barilla Það eru ekki bara samkynhneigðir sem mótmæla orðum Guido Barilla með því að sniðganga vörur fyrirtækisins. „Ef að forstjóri Barilla segir að samkynhneigt fólk eigi að borða eitthvað annað pasta þá er það ekki bara samkynhneigt fólk sem bregst við heldur fólk sem er meðvitað um mannréttindabaráttu almennt og það er miklu stærri hópur fólks.“ SS flytur inn Barilla til Íslands. Fyritækið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Tengdar fréttir „Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“ Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla. 6. október 2013 13:27 „Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“ Stjórnarformaður Barilla hefur reitt samkynhneigða á Ítalíu til reiði með undarlegum ummælum. 27. september 2013 15:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
„Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“ Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla. 6. október 2013 13:27
„Samkynhneigðir geta borðað aðra tegund af pasta“ Stjórnarformaður Barilla hefur reitt samkynhneigða á Ítalíu til reiði með undarlegum ummælum. 27. september 2013 15:00