Innlent

Ríkið brást ekki nógu vel við

Brjánn Jónasson skrifar
Stjórnvöld þurfa að ákveða hvert framtíðarhlutverk Byggðastofnunar á að vera að mati Ríkisendurskoðunar.
Stjórnvöld þurfa að ákveða hvert framtíðarhlutverk Byggðastofnunar á að vera að mati Ríkisendurskoðunar. Fréttablaðið/Pjetur
Stjórnvöld brugðust ekki nægilega vel við fjórum af sex ábendingum Ríkisendurskoðunar frá árinu 2010 um stuðning við atvinnu- og byggðaþróun.

Í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun kemur fram að ekki hafi verið brugðist við ábendingum um að endurskoða þurfi stefnumótun á þessu sviði, einfalda stuðningskerfið og efla eftirlit með því.

Þá hafi kostnaður og ávinningur af atvinnu- og byggðaþróunarkerfinu ekki verið greindur, og framtíðarhlutverk Byggðastofnunar ekki ákveðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×