Yfirlæknir varar við sveppanotkun Kjartan hreinn Njálsson skrifar 7. október 2013 19:01 Lögreglan rannsakar nú mál þar sem maður gekk berserksgang í verslun í Reykjavík undir áhrifum sveppa. Yfirlæknir á Vogi segir marga aldrei bíða þess bætur að neyta ofskynjunarsveppa. Sveppatímabilið nær hámarki sínu um þessar mundir. Sem fyrr hefur nokkuð borið á því að einstaklingar og hópar geri sér ferð út á tún og tíni sveppi. Lögreglu hefur borist nokkrar tilkynningar um þetta. Sjálf sveppavíman er ekki ósvipuð þeirri sem fæst af notkun LSD en hún einkennist af miklum og hamlandi ofskynjunum. Lögreglan þarf því oft á tíðum að skerast í leikinn þegar neytandinn tapar áttum. Nokkur slíkt atvik hafa komið upp á síðustu dögum og vikum. Af alvarlegri málum þessu tengdu má nefna atvik sem átti sér stað í verslun 10-11 í Héðinshúsi í síðustu viku. Þar ruddist óður maður inn í verslunina og hafði í hótunum við starfsfólk áður en hann gekk berserksgang. Sveppavíman og áhrif hennar eru afar mismunandi eftir einstaklingum. Rétt eins og með önnur ofskynjunarlyf þá er hættan á geðrofi ávallt til staðar. „Það er hægt að fara í geðrofsástand við sveppaát, geðslagið sem fylgir getur verið mjög mismunandi. Menn geta verið mjög órólegir og liðið illa en menn geta líka verið afar rólegir og innhverfir,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Fyrst og fremst er um tilraunaneyslu að ræða þegar ofskynjunarsveppir eru annars vegar. Mest megnis eru þetta unglingar. „Sumir eru ánægðir með vímuna en sumir fara í geðrofsástand og fara í slæmt ferðalag, þeir bíða þess aldrei bætur og geta ekki notað vímuefni í langan tíma eftir það.“ Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Lögreglan rannsakar nú mál þar sem maður gekk berserksgang í verslun í Reykjavík undir áhrifum sveppa. Yfirlæknir á Vogi segir marga aldrei bíða þess bætur að neyta ofskynjunarsveppa. Sveppatímabilið nær hámarki sínu um þessar mundir. Sem fyrr hefur nokkuð borið á því að einstaklingar og hópar geri sér ferð út á tún og tíni sveppi. Lögreglu hefur borist nokkrar tilkynningar um þetta. Sjálf sveppavíman er ekki ósvipuð þeirri sem fæst af notkun LSD en hún einkennist af miklum og hamlandi ofskynjunum. Lögreglan þarf því oft á tíðum að skerast í leikinn þegar neytandinn tapar áttum. Nokkur slíkt atvik hafa komið upp á síðustu dögum og vikum. Af alvarlegri málum þessu tengdu má nefna atvik sem átti sér stað í verslun 10-11 í Héðinshúsi í síðustu viku. Þar ruddist óður maður inn í verslunina og hafði í hótunum við starfsfólk áður en hann gekk berserksgang. Sveppavíman og áhrif hennar eru afar mismunandi eftir einstaklingum. Rétt eins og með önnur ofskynjunarlyf þá er hættan á geðrofi ávallt til staðar. „Það er hægt að fara í geðrofsástand við sveppaát, geðslagið sem fylgir getur verið mjög mismunandi. Menn geta verið mjög órólegir og liðið illa en menn geta líka verið afar rólegir og innhverfir,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi. Fyrst og fremst er um tilraunaneyslu að ræða þegar ofskynjunarsveppir eru annars vegar. Mest megnis eru þetta unglingar. „Sumir eru ánægðir með vímuna en sumir fara í geðrofsástand og fara í slæmt ferðalag, þeir bíða þess aldrei bætur og geta ekki notað vímuefni í langan tíma eftir það.“
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira