Fleiri fréttir

Veiðileyfagjaldið renni aftur í hérað

"Það er fólkið sem veiðir, vinnur og selur fiskinn sem býr til verðmætin. Það er þetta fólk sem á heimtingu á því að njóta sérstaks veiðileyfagjalds, ef það er lagt á,“ segir bæjarráði Vestmannaeyja.

Aðgerðir í þágu hinna fáu

Ungir jafnaðarmenn telja það með eindæmum að mögulegt sé að standa fyrir jafn mikilli afturför á jafn skömmum tíma og ný ríkisstjórn Íslands hafi staðið fyrir.

Kokkur ákærður fyrir að taka eldhúsinnréttingu, tæki og hurðir

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært hálffertugan mann fyrir skilasvik og fjárdrátt með því að hafa strípað eldhús, baðherbergi og þvottahús íbúðar í Árbæ sem hann hafði til umráða mánuðina áður og eftir að hún var seld nauðungarsölu.

Vilja breyta frídagakerfinu

Þingmenn Bjartrar framtíðar leggja til að almennir frídagar vegna uppstigningardags og sumardagsins fyrsta verði næsta föstudag eftir þann dag sem þá ber upp á.

Aðföng kvörtuðu yfir merkingum hjá Kosti

Heildsalan Aðföng hefur frá árinu 2009 átt í samskiptum við Matvælastofnun um meintar vanmerkingar og ólögleg matvæli á markaðnum. Í svari til Aðfanga segir heilbrigðiseftirlitið aðspurt að samevrópsk lög gildi um alla. Aðföng klöguðu Kost.

Segir stefnuleysi ríkjandi í málefnum geðsjúkra barna

Barnageðlæknar segja vanda barnageðlækninga frekar skipulagsleysi en fjárhagsvanda. Þetta valdi skekkju í kerfinu og auki álag á BUGL. Þeir vilja að skipuð verði sérfræðingateymi sem stýri því hvert börn í vanda leita.

Íslandsmeistarar í ökuleikni

Íslandsmeistarakeppni í ökuleikni var haldin á Kirkjusandi um helgina og sýndu þátttakendur mikla færni undir stýrinu. Hrund Þórsdóttir spreytti sig á ökuþrautum.

Sauðkindur á Þingvöllum

Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum.

Ryan Gosling farinn af landi brott

Leikarinn Ryan Gosling er farinn af landi brott en hann hefur verið hér á landi að klippa kvikmynd sína How To Catch A Monster með Valdísi Óskarsdóttur.

„Uppgjör við þrotabúin er leysanlegur vandi“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi fjármálaráðherra ræddu þrotabú, afskriftir krónunnar og gjaldeyrishöft við Sigurjón M. Egilsson í Sprengjusandi í morgun.

Eini krullótti Spói landsins

115 kettir eru til sýnis um helgina í gamla Toyota húsinu í Kópavogi þar sem haustsýning Kynjakatta fer fram.

„Sýnist stjórnin ekki hafa trú á fjárlagafrumvarpi sínu“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir ummæli forsætisráðherra um fjárlagafrumvarpið verða sífellt óskiljanlegri en hann skilji orð Sigmundar sem svo að stjórnarandstæðan eigi að endurskoða forgangsröðun í fjárlagafrumvarpinu.

Fimm ár frá ávarpi Geirs Haarde: „Guð blessi Ísland“

Í dag eru fimm ár síðan að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu og bað Guð um að blessa Ísland. Oft hefur verið talað um að þessi dagur, 6. október árið 2008, sé dagurinn sem íslenska bankakerfið hrundi.

„Ekkert haturspasta á mínum borðum takk“

Vörur frá Barilla eru á tilboði víðsvegar í verslunum á Íslandi. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir á facebook-síðu Barilla á Íslandi vegna neikvæðra ummæla stjórnarformanns Barilla og segjast ekki vilja kaupa vörur Barilla.

Læra að gera sushi á landsmóti

Um 400 unglingar alls staðar að af landinu hafa verið á Hvolsvelli um helgina á landsmóti Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi, þar sem þeir hafa meðal annars lært að gera sushi. Framkvæmdastjórinn segir að landsmótið hafi gengið mjög vel.

Aldrei fleiri íslenskar bækur þýddar

Aldrei hafa fleiri íslenskar bækur verið þýddar á erlend mál en nú og dæmi eru um að verk íslenskra höfunda séu þýdd á tugi tungumála. Þetta má þakka samstilltu átaki opinberra aðila og bókaútgefenda.

Leitin bar engan árangur

Leitin að Nathan-Foley Mendelson, bandaríska ferðamanninum sem ekki hefur spurst til síðan 10. september hefur engan árangur borið.

Kona handtekin fyrir að kýla dyravörð

Kona um þrítugt var handtekin á skemmtistað í Hafnarfirði á tólfta tímanum í gær eftir að hún kýldi dyravörð með þeim afleiðingum að hann hlaut áverka á vanga.

Graffari úðaði á Seðlabankann

Piltur um tvítugt var handtekinn við Seðlabankann rétt fyrir klukkan þrjú í nótt en sá var með spreybrúsa í hendi og var að úða á veggi bankans.

Mikill uppgangur í Mosfellsbæ

Um tvöhundruð nýir íbúar munu flytja inn í nýtt hverfi í Mosfellsbænum á næstu vikum en mikil sala er á nýju húsnæði í sveitarfélaginu.

Glæsileg húllatilþrif á Lækjartorgi

Haldið var upp á hinn árlega Alþjóðlega húlladag víða um heim í dag og var Ísland með í gleðinni í fyrsta sinn. Húlladrottningar og vegfarendur sýndu glæsileg tilþrif á Lækjartorgi.

Sigmundur Davíð telur ólíklegt að Norðmenn yfirgefi Drekann

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segist eiga von á því að Norðmenn standi við þegar gerða samninga um olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu þrátt fyrir að tveir flokkar sem styðja ríkisstjórn Ernu Solberg vilji að Norðmenn dragi sig úr verkefninu.

Kindur, stökk og kollhnísar

Ljósmyndin Gott dagsverk, sem Agnes Heiða Skúladóttir sendi inn í ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins, var valin besta myndin þar sem þemað var Útivist. Haust er þema næstu ljósmyndakeppni blaðins sem hefst á mánudagsmorgun.

Fagna alþjóðlegum húladegi

Alda Brynja Birgisdóttir stendur fyrir húladansi á Lækjartorgi í tilefni hins alþjóðlega húladags. Sérsaminn dans verður dansaður víða um heim í dag.

Á annað hundrað leita að Nathan

Á annað hundrað björgunarsveitarmenn munu í dag leita að bandarískum ferðamanni, Nathan Foley-Mendelssohn, sem hefur verið saknað síðan 10. september.

Stunginn með notaðri sprautunál

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhald yfir Stefáni Loga Sívarssyni, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í grófum líkamsárásum og frelsissviptingum síðastliðið sumar, meðal annars í sumarbústað nálægt Stokkseyri. Rétt er að vara við lýsingum í þessari frétt.

Villtir vélhjólamenn

Lögreglan leitaði að tveimur ökumönnum vélhjóla í Kapelluhrauni í Hafnarfirði á tólfta tímanum í gær. Þeir hringdu í Neyðarlínuna og sögðust vera villtir. Nokkrir björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu voru kallaðir út til leitar og fundust mennirnir um klukkan hálf tvö í nótt heilir á húfi.

Ekki á kostnað velferðar

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórninni hafi tekist að verja velferðina í landinu í fjárlagafrumvarpinu. Hann vill fækka skattþrepum og endurskoða virðisaukaskattskerfið. Stefnt er að hallalausum fjárlögum út kjörtímabilið.

Endurupptaka er ekki í boði fyrir Olaf

Endurupptökunefnd innanríkisráðuneytisins hafnaði á fimmtudag beiðni Ólafs Ólafssonar, sakbornings í Al Thani-málinu, um endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá því í desember.

Segir skort á eftirliti vera hrollvekjandi

Ekki er leitað að varnarefnum eins og skordýraeitri og sveppalyfjum í kjöti og korni á Íslandi. Talsmaður lífrænna neytenda segir það hrollvekjandi. Matvælastofnun segir málið ekki mikið áhyggjumál þar á bæ í ljósi lausagöngu búfénaðar.

Sjá næstu 50 fréttir