Innlent

Ráðist á karlmann um sextugt í Grafarvogi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Málið hefur verið kært til lögreglu og óskar hún eftir vitnum að árásinni.
Málið hefur verið kært til lögreglu og óskar hún eftir vitnum að árásinni.
Ráðist var á karlmann um sextugt fyrir utan heimili sitt í Reykjavík síðastliðinn þriðjudag og þurfti hann í kjölfarið að dvelja í þrjá daga á sjúkrahúsi. Varð maðurinn fyrir alvarlegum augnskaða og óvíst er hvort hann eigi eftir að sjá með öðru auganu á nýjan leik.

Að sögn Mbl.is var maðurinn staddur á heimili sínu í Víkurhverfinu í Grafarvogi þegar bankað var að dyrum. Þar voru komnir tveir ungir karlmenn og lokkuðu þeir manninn út úr húsinu með því að þykjast ætla að sýna honum eitthvað. Þegar hann áttaði sig reyndi hann að hlaupa aftur inn í húsið en var þá stöðvaður.

Annar mannanna lét höggin dynja á manninum og veitti honum meðal annars augnáverka. Mennirnir létu sig hverfa að árásinni lokinni og segir maðurinn í samtali við Mbl.is að hann hafi ekki hugmynd um hvers vegna ráðist hafi verið á sig. Hann telur sig hafa verið tekinn í misgripum fyrir annan mann. Málið hefur verið kært til lögreglu og óskar hún eftir vitnum að árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×