Innlent

Bora fyrir Norðfjarðargöngum í vikunni

Haraldur Guðmundsson skrifar
Vinna við brúarsmíði yfir Norðfjarðará er langt komin.
Vinna við brúarsmíði yfir Norðfjarðará er langt komin. Mynd/Þorsteinn Valur
„Við munum líklega byrja að bora og sprengja fyrir gangamunna Norðfjarðarganga í Eskifirði í þessari viku,“ segir Guðmundur Björnsson, tæknifræðingur hjá verkfræðistofunni Hnit sem fer með umsjón og eftirlit vegna framkvæmda við Norðfjarðargöng.

Guðmundur segir allar líkur á að byrjað verði að sprengja fyrir jarðgöngunum sjálfum, sem eiga að tengja Eskifjörð við Neskaupstað, upp úr næstu mánaðamótum.

Verktakar á svæðinu hafa nú þegar reist vinnubúðir og búið er að moka frá lausu jarðvegsefni sem lá í fjallshlíðinni þar sem göngin verða.

„Vinna við brúarsmíði yfir Norðfjarðará er einnig að klárast og það er búið að leggja vegaslóða frá brúnni að væntanlegum gangamunna Norðfjarðarmegin,“ segir Guðmundur. „Brúin er forsenda fyrir því að gangagröftur geti hafist þeim megin og þegar hún verður tilbúin verður hægt að fara út í undirbúningsvinnu Norðfjarðarmegin.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×