Lokað á ferðamenn, vill ráðherra í málið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2013 10:15 Knútur Bruun, ferðaþjónustubóndi að Hofi í Öræfum: "Þetta er auðvitað til háborinnar skammar." Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson. Bænhúsið og gamli torfbærinn að Núpsstað hafa verið lokuð ferðamönnum í á þriðja ár vegna ágreinings landeiganda og opinberra aðila. Ágreiningur meðal landeigenda við Jökulsárlón kemur einnig í veg fyrir að þar sé ráðist í frekari uppbyggingu. Núpsstaður var áður með vinsælli áningarstöðum við hringveginn um Skaftafellssýslur. Gömlu bæjarhúsin og ekki síst gamla bænhúsið trekktu að. Þar er nú harðlæst hlið og skilti sem segir að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð. Eftir að síðasti ábúandi féll frá fyrir þremur árum kostuðu Skaftárhreppur, Þjóðminjasafn og Vatnajökulsþjóðgarður starfsmenn til að annast mótttöku ferðamanna og umhirðu snyrtingar, en aðeins til bráðabirgða eitt sumar. „Þarna er bara allt stopp. Þarna fær enginn að fara inn, lok, lok og læs, af því að eigandi jarðarinnar annarsvegar og þjóðminjayfirvöldin hinsvegar eru í hörðum slag um hvernig á að standa að þessu og geta ekki komið sér saman um það,“ segir Knútur Bruun, ferðaþjónustubóndi að Hofi í Öræfum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að æðstu yfirvöld þurfi að finna hér sáttamenn og hvetur ráðherra ferðamála að ganga í málið.Við Núpsstað. Læst hlið og skilti segja ferðamönnum að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð.En Knútur nefnir annað dæmi, Jökulsárlón, eitt helsta aðdráttarafl landsins. Þar séu 3-4 eldgamlar timburburstir, kofar. Eigendur landsins standi í vegi fyrir því að hægt sé að byggja þar upp alvöru ferðaþjónustu með góðum snyrtingum og þokkalegum veitingarekstri. „Þarna koma 200-300 þúsund manns á hverju ári. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar,“ segir Knútur. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Bænhúsið og gamli torfbærinn að Núpsstað hafa verið lokuð ferðamönnum í á þriðja ár vegna ágreinings landeiganda og opinberra aðila. Ágreiningur meðal landeigenda við Jökulsárlón kemur einnig í veg fyrir að þar sé ráðist í frekari uppbyggingu. Núpsstaður var áður með vinsælli áningarstöðum við hringveginn um Skaftafellssýslur. Gömlu bæjarhúsin og ekki síst gamla bænhúsið trekktu að. Þar er nú harðlæst hlið og skilti sem segir að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð. Eftir að síðasti ábúandi féll frá fyrir þremur árum kostuðu Skaftárhreppur, Þjóðminjasafn og Vatnajökulsþjóðgarður starfsmenn til að annast mótttöku ferðamanna og umhirðu snyrtingar, en aðeins til bráðabirgða eitt sumar. „Þarna er bara allt stopp. Þarna fær enginn að fara inn, lok, lok og læs, af því að eigandi jarðarinnar annarsvegar og þjóðminjayfirvöldin hinsvegar eru í hörðum slag um hvernig á að standa að þessu og geta ekki komið sér saman um það,“ segir Knútur Bruun, ferðaþjónustubóndi að Hofi í Öræfum, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Hann segir að æðstu yfirvöld þurfi að finna hér sáttamenn og hvetur ráðherra ferðamála að ganga í málið.Við Núpsstað. Læst hlið og skilti segja ferðamönnum að þetta sé einkaeign og umferð bönnuð.En Knútur nefnir annað dæmi, Jökulsárlón, eitt helsta aðdráttarafl landsins. Þar séu 3-4 eldgamlar timburburstir, kofar. Eigendur landsins standi í vegi fyrir því að hægt sé að byggja þar upp alvöru ferðaþjónustu með góðum snyrtingum og þokkalegum veitingarekstri. „Þarna koma 200-300 þúsund manns á hverju ári. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar,“ segir Knútur.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira