Alvarleg staða í Bandaríkjunum Hjörtur Hjartarson. skrifar 7. október 2013 19:00 Vika er síðan þingmönnum í Bandaríkjunum mistókst að samþykkja fjárlögin með þeim afleiðingum að fjölda opinberra stofnana og fyrirtækja var lokað. Nú liggur fyrir að ná samkomulagi um hækkun skuldaþaksins svokallaða. Takist það ekki mun það hafa alvarleg áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu umtalsvert við opnun markaða vestanhafs í morgun. Vandræðagangur stjórnmálamanna í Bandaríkjunum undanfarna daga hefur valdið titringi á fjármálamörkuðum víða um heim, þó sérstaklega á heimaslóðum. Deilan milli Demókrata og Repúblikana gengur í stuttu máli út á það að fulltrúardeildin vill breytingar á fjármögnun á nýtilkomnu heilbrigðiskerfi sem kennt er við Barack Obama, forseta landsins. Litlar líkur eru hinsvegar taldar á að Obama gefi mikið eftir í því máli. Ásakanir á ganga á víxl en þó skellir meirihluti Bandaríkjamanna skuldinni á Repúblikanaflokkinn. Forsetinn sagði um helgina að meirihluti þingmanna í báðum deildum vilji höggva á hnútinn en að fámennur hópur harðlínumanna í Repúblikanaflokknum komi í veg fyrir það.Barack Obama, forseti BandaríkjannaOfan á þessi vandræði bætist síðan sú staðreynd að 17.október verður Bandaríkjaþing að samþykkja lög sem heimila alríkisstjórninni að hækka skuldaþakið. Repúblikanar vilja ekki veita stjórninni þá heimild umbúðalaust og því er raunhæfur möguleiki á að Bandaríkin lendi í greiðslufalli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir fjármálakerfi heimsins. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að ímynda sér að þingmenn Bandaríkjanna séu tilbúnir að ganga svo langt að semja ekki áður en fresturinn rennur út. "Ég held nú að áður en að menn fara fram af þessu hengiflugi þá muni menn sjá að sér og bakka en að það verði gert með einhverri drama á síðustu stundu. Þannig hefur þetta gengið fyrir sig til þessa og það er auðvitað lang líklegasta niðurstaðan núna. En það er svosem ekki óhugsandi að það spilist úr þessu núna öðruvísi en áður í og með vegna þessara vandræða í Repúblikanaflokknum að þeir sjái bara hag sinn bestan í því að þvinga ríkisstjórnina fram af hengifluginu án þess að vita í rauninni hvað gerist þá," segir Gylfi. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Vika er síðan þingmönnum í Bandaríkjunum mistókst að samþykkja fjárlögin með þeim afleiðingum að fjölda opinberra stofnana og fyrirtækja var lokað. Nú liggur fyrir að ná samkomulagi um hækkun skuldaþaksins svokallaða. Takist það ekki mun það hafa alvarleg áhrif á fjármálamarkaði heimsins. Hlutabréf í Bandaríkjunum lækkuðu umtalsvert við opnun markaða vestanhafs í morgun. Vandræðagangur stjórnmálamanna í Bandaríkjunum undanfarna daga hefur valdið titringi á fjármálamörkuðum víða um heim, þó sérstaklega á heimaslóðum. Deilan milli Demókrata og Repúblikana gengur í stuttu máli út á það að fulltrúardeildin vill breytingar á fjármögnun á nýtilkomnu heilbrigðiskerfi sem kennt er við Barack Obama, forseta landsins. Litlar líkur eru hinsvegar taldar á að Obama gefi mikið eftir í því máli. Ásakanir á ganga á víxl en þó skellir meirihluti Bandaríkjamanna skuldinni á Repúblikanaflokkinn. Forsetinn sagði um helgina að meirihluti þingmanna í báðum deildum vilji höggva á hnútinn en að fámennur hópur harðlínumanna í Repúblikanaflokknum komi í veg fyrir það.Barack Obama, forseti BandaríkjannaOfan á þessi vandræði bætist síðan sú staðreynd að 17.október verður Bandaríkjaþing að samþykkja lög sem heimila alríkisstjórninni að hækka skuldaþakið. Repúblikanar vilja ekki veita stjórninni þá heimild umbúðalaust og því er raunhæfur möguleiki á að Bandaríkin lendi í greiðslufalli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir fjármálakerfi heimsins. Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir erfitt að ímynda sér að þingmenn Bandaríkjanna séu tilbúnir að ganga svo langt að semja ekki áður en fresturinn rennur út. "Ég held nú að áður en að menn fara fram af þessu hengiflugi þá muni menn sjá að sér og bakka en að það verði gert með einhverri drama á síðustu stundu. Þannig hefur þetta gengið fyrir sig til þessa og það er auðvitað lang líklegasta niðurstaðan núna. En það er svosem ekki óhugsandi að það spilist úr þessu núna öðruvísi en áður í og með vegna þessara vandræða í Repúblikanaflokknum að þeir sjái bara hag sinn bestan í því að þvinga ríkisstjórnina fram af hengifluginu án þess að vita í rauninni hvað gerist þá," segir Gylfi.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira