Innlent

Fólk á annarlegu ástandi í umferðinni í nótt

Gunnar Valþórsson skrifar
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í nótt.
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í nótt. Stefán
Sex ökumenn voru teknir úr umferð af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt, grunaður um akstur undir áhrifum fíknefna. Þeirra á meðal var ökumaður sem mældist á hundrað og níu kílómetra hraða á klukkustund í Grafarvogi þar sem hámarkshraði er fimmtíu.

Lögregla hafði einnig afskipti af fimm stúlkum í bíl sem lagt hafði verið í austurborginni. Vaknaði strax grunur um fíkniefnanotkjun og framvísaði ein stúlkan ætluðum efnum af því tagi og verður hún kærð fyrir vörslu þeirra.

Þá var réttindalaus ökumaður stöðvaður en sá var á ótryggðri bifreið sem auk þess var á röngum númerum. Þá voru nokkur skráninganúmer fjarlægð af bílum í austurborginni í nótt þar sem þeir voru ótryggðir eða höfðu ekki verið færðir til skoðunar á réttum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×