Innlent

Lána Kyndla til almennings

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Amtsbókavörður segist vonast til þess að lánþegar safnsins nýti sér þetta tækifæri til að kynnast rafbókum og lestri þeirra.
Amtsbókavörður segist vonast til þess að lánþegar safnsins nýti sér þetta tækifæri til að kynnast rafbókum og lestri þeirra. mynd/Amtbókasafnið á Akureyri
Amtsbókasafnið á Akureyri hefur hafið útlán á Kyndlum til almennings. Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður segir að þau séu að gera tilraun með að lána Kyndla þar sem rafbækur séu ekki fáanlegar á bókasöfnum enn sem komið er.

„Við erum ekki farin að gera lánað rafbækur eins og við vildum og því brugðum við á það ráð að kaupa kindla. Tilgangurinn er fyrst og fremst að gefa fólki tækifæri á að kynnast þessari tækni,“ segir Hólmkell.

Hann segir að í Kyndlunum séu bækur sem séu komnar úr höfundarétti og séu ókeypis á netinu. Þetta eru bæði íslenskar og erlendar bækur.

Hann segir að ef þetta gangi vel vilji þau prófa aðrar gerðir lesbretta en Kyndla. „Kyndilinn er takmarkaður við Amazon að mörgu leyti. „Til þess að koma íslensku bókunum inn á Kyndil þurfi í raun að fara fjallabaksleið. Það þarf að færa þær inn á það form sem Amazon notar.“

Lánstíminn er sá sami og á venjulegum bókum eða 30 dagar. Hann segist vonast til þess að lánþegar safnsins nýti sér þetta tækifæri til að kynnast rafbókum og lestri þeirra. Fyrst í stað verði aðeins þrír Kyndlar í boði en til samanburðar eru bækur sem gestum bjóðast rúmlega 60 þúsund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×