Fleiri fréttir

Þrettándi íslenski stórmeistarinn

Hjörvar Steinn Grétarsson varð stórmeistari í skák um helgina, aðeins tuttugu ára gamall. Hann er þrettándi íslenski stórmeistarinn og sá næst yngsti sem hlotið hefur tiltilinn. María Lilja Þrastardóttir tefldi við Hjörvar í dag.

Noregur og Ísland auki samstarf um EES

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra átti í kvöld fund með Vidar Helgesen, nýskipuðum ráðherra Evrópumála og málefna Evrópska efnahagssvæðisins.

Dauft yfir íslensku efnahagslífi

Samkvæmt nýrri hagspá Alþýðusambands Íslands er dauft yfir íslensku efnahagslífi. Hagvöxtur verður lítill á næstunni og ekki næst að vinna bug á atvinnuleysi eða ná sama kaupmætti og fyrir hrun.

Ekki mögulegt fyrir lágtekjufólk að veikjast á Íslandi

Einstæð móðir sem sem greindist með krabbamein í fyrra verður borin út úr húsnæði sínu í næsta mánuði ef fer sem horfir. Hún hefur ekki getað borgað leigu síðan hún veiktist og segir heilbrigðiskerfið meingallað.

Tollverðirnir á batavegi

Líðan tollvarðanna sem fluttir voru á Landspítalann í Fossvogi í dag vegna gruns um eiturefnaeitrun er stöðug og eru þeir á batavegi að sögn hjúkrunarfræðings á Landspítalanum.

Skotheldur snjallsími bjargar lífi manns

Það varð bensínafgreiðslumanni í Flórída til happs að hann var með farsímann sinn í brjóstvasa skyrtu sinnar þegar maður vopnaður byssu skaut hann í brjóstið. Vopnaði maðurinn gerði tilraun til þess að ræna bensínstöðina þar sem maðurinn var að störfum. Atvikið átti sér stað í úthverfi Orlando í gær.

"Eilíft stríð og hvergi friður“

Jón Gnarr borgarstjóri ætlar að tilkynna í fyrramálið hvort hann ætli að gefa kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum. Ekki er vitað hvað hann ætlar að gera.

Smokkar til sölu í háskólanum

Félagsstofnun stúdenta hefur opnað lítið kaupfélag inni í Bóksölu stúdenta á háskólatorgi. "Við erum að opna nýjar deildir. Kaffihús og svo kaupfélagið þar sem við seljum ýmsar gagnlegar, skemmtilegar og nauðsynlegar vörur,“ segir Rebekka Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta.

Leigubílstjórinn ók of hratt

Leigubílstjórinn sem keyrði á Dagnýju Grímsdóttir, 26 ára íslenska konu í Kaupamannahöfn aðfaranótt 20. október síðastliðinn með þeim afleiðingum að hún lést af sárum sínum, var á alltof miklum hraða segir, Jesper Lotz hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn.

Vegglistaverk í Fellunum afhjúpað

Listasafn Reykjavíkur afhjúpaði síðastliðinn laugardag vegglistaverkið Birtingamynd eftir Theresu Himmer sem prýðir vegg fjölbýlishússins að Jórufelli 2 til 12 í Breiðholti.

Barnafjölskylda missir allt sitt

Barnafjölskylda missir allt sitt og Drómi hf. tapar meiru en nauðsynlegt er, skrifar Björn Steinbekk Kristjánsson framkvæmdarstjóri í grein sinni í Fréttablaðinu og á Vísi í dag, Drómi tapar peningum í dag.

Hraunavinir funduðu með bæjarstjóra Garðabæjar

"Það gerðist nú ekki mikið,“ segir Reynir Ingibjartsson, einn af forsvarsmönnum Hraunavina sem fóru á fund bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnars Einarssonar, í ráðhúsi Garðabæjar í gær.

Ætla að kæra Tal og Flix til lögreglunnar

Smáís hyggst kæra fyrirtækin Flix.is og Tal til lögreglunnar fyrir brot á lögum um höfundarrétt. Segja tæknilausnir fyrirtækjanna klárt brot á höfundarréttarlögum.

Flokkspólitísk heift Láru Hönnu

Björn Bjarnason segir að heift Láru Hönnu Einarsdóttur í garð Gísla Marteins Baldurssonar einkennist af flokkspólitík -- "að sjálfsögðu“ .

Mæðrastyrksnefnd fær margfalt meira

Á árunum 2004 til 2012 munar 35 milljónum á opinberum framlögum til Mæðrastyrksnefndar annars vegar og Fjölskylduhjálpar Íslands hins vegar. Fjölskylduhjálpin er stærst hjálparsamtaka sem aðstoða fátækt fólk að sögn formanns.

Norðmenn fá fornrit að gjöf

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra afhenti Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, þjóðargjöf Íslendinga til Norðmanna.

Vantar meira húsnæði og betra net

"Efling ferðaþjónustu veltur á lengingu ferðamannatímans og í landbúnaði eru margvísleg tækifæri í fullvinnslu og markaðssetningu afurða,“ segir um niðurstöður íbúaþings í Skaftárhreppi um eflingu atvinnu á svæðinu.

Fordæmalausri misnotunarrannsókn lokið

Lögreglan á Akranesi hefur lokið rannsókn á máli 82 ára bónda á Snæfellsnesi sem grunaður er um að hafa beitt þroskaskerta stjúpdóttur sína grófu kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið.

Milljónaskellur á dvalarheimili

Léleg nýting á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Nausti á Þórshöfn á þessu ári hefur í för með sér tíu milljóna króna tap fyrir sveitarfélagið Langanesbyggð.

ESB smalar hælisleitendum

Nokkrum albönskum fjölskyldum hefur verið vísað úr landi og verða fluttar af landi brott í kvöld. Farþegaflugvél á vegum landamærastofnunar Evrópusambandsins, (Frontex), kemur til landsins og sækir fólkið sem allt hefur sótt um hæli hér á landi.

Vel tekið á móti nýjum stórmeistara

Hjörvar Steinn Grétarsson kom heim til Íslands í dag eftir frábæra helgi í á grísku eyjunni Rhodos. Hann náði með árangri sínum að verða stórmeistari í skák aðeins tvítugur að aldri. Hann er þrettándi íslenski stórmeistarinn.

Stóru málin: Ómar og bæjarstjórinn takast á

Ómar Ragnarsson náttúruverndarsinni og Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ voru leiddir saman við Gálgahraun þar sem þeir fóru yfir deiluna í Stóru málunum sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.

Kampavínsstúlkur ekki starfsmenn

Eigandi Strawberries hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Lögmaður eigandans segir kampavínsstúlkur ekki vera skilgreindar sem starfsmenn staðarins.

Jakkafatajóga: "Eykur vellíðan og afköst"

Jakkafatajóga leggst vel í landann og í mörgum fyrirtækjum kemur fólk saman og gerir léttar æfingar í kaffitímanum. Hrund Þórsdóttir leit inn í jógatíma hjá Saga Medica í dag.

Refsirammi ekki nýttur þegar brotið er kynferðislega gegn börnum

Lektor í lögum spyr hvort ásættanlegt sé að dómar fyrir kynferðisbrot gegn börnum þyngist ekki hraðar, þrátt fyrir herta refsilöggjöf. Þolandi kynferðisbrota tekur undir. Sjö ára dómi manns sem nam stúlku á brott í Vesturbænum og nauðgaði, verður líklega áfrýjað.

Myglusveppur tvístraði fjölskyldunni

Tólf ára gömul stúlka sem hefur hlotið mikið heilsufarslegt tjón af völdum myglusvepps sendi Kristjáni Möller, alþingismanni, bréf þar sem hún segist vera búin að fá nóg. Í bréfinu spyr hún hvort hún eigi ekki rétt á að búa hjá mömmu sinni og pabba, en myglusveppurinn tvístraði fjölskyldunni.

Kirkjuklukkur í baráttunni gegn einelti

Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir að einelti sé alvarlegt vandamál í samfélagi okkar. Það fyrirfinnist í öllum aldurshópum, á vinnustöðum, í skólum og annars staðar í samfélaginu.

Ræktuðu og seldu kannabis

Víetnamskt par á fertugsaldri hefur verið ákærð fyrir að rækta og selja kannabis árið 2011 og 2012.

Sjá næstu 50 fréttir