Innlent

Vel tekið á móti nýjum stórmeistara

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Gunnar Björnsson, formaður Skáksambands Íslands, tók á móti Hjörvari í dag.
Gunnar Björnsson, formaður Skáksambands Íslands, tók á móti Hjörvari í dag.
Hjörvar Steinn Grétarsson kom heim til Íslands í dag eftir frábæra helgi í á grísku eyjunni Rhodos. Hann náði með árangri sínum að verða stórmeistari í skák aðeins tvítugur að aldri. Hann er þrettándi íslenski stórmeistarinn.

Gunnar Björnsson, formaður Skáksambands Íslands, tók á móti Hjörvari í dag við komuna til Íslands. Næsta verkefni Hjörvars er Evrópumót landsliða í Póllandi en þangað heldur hann ásamt íslenska landsliðinu í byrjun nóvember.

Í samtali við Vísi um helgina sagði Hjörvar að hann hefði tekið sér frí frá námi eftir stúdentspróf til að sinna skákinni betur. Hann æfir fjóra til fimm tíma á dag.

„Ég stefni á að byrja aftur í námi næsta haust. Ætli ég fari ekki í lögfræði eins og margir stórmeistarar hafa gert,“ sagði Hjörvar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×