Óvissa um Reykjavíkurflugvöll hamlar uppbyggingu þjónustu Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2013 16:52 "Ég hef alltaf sagt að ef Reykvíkingar vilja ekki flugvöllinn værum við Suðurnesjamenn algerlega tilbúnir til að bjóða okkar aðstöðu upp á Keflavíkurflugvelli.“ Ragnheiður Elín Árnadótttir ráðherra ferðamála telur mikilvægt að gæta jafnræðis þjónustuaðila í innanlandsfluginu og að aðstaða þeirra verði bætt. En móðurfélag Flugfélags Íslands, Icelandair Group, var aðili að samkomulagi ríkis og borgar um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem undirritað var á föstudag. Fulltrúar annarra félaga áttu þar enga fulltrúa. Ragnheiður Elín fagnar samkomulaginu og segir að með því hafi alla vega verið lengt í því tímabili sem Reykjavíkurflugvöllur fái að vera í Vatnsmýrinni. Best hefði þó verið að eyða óvissu um framtíð flugvallar í Reykjavík þar eða annars staðar þannig að hægt væri að hefja uppbyggingu til framtíðar. „En ég hef alltaf sagt að ef Reykvíkingar vilja ekki flugvöllinn værum við Suðurnesjamenn algerlega tilbúnir til að bjóða okkar aðstöðu upp á Keflavíkurflugvelli,“ segir ráðherra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group sagði eftir undirritun samkomulagsins sem tryggir veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri til ársins 2022, að félagið hefði ákveðinn rétt á flugvallarsvæðinu vegna langrar veru sinnar þar. Félagið myndi sækjast eftir að fá að bæta aðstöðu sína á flugvellinum. Ráðherra segir að á meðan flugvallarstarfsemi sé í Reykjavík verði að tryggja jafnræði þjónustuaðila. „Hvort sem það er Flugfélag Íslands, flugfélagið Ernir eða aðrir rekstraraðilar á Reykjavíkurflugvelli og farþegar sem þarna fara um,“ segir Ragnheiður Elín. En væri þá ekki rétt að Ísavia sem rekur flugvöllinn byggði þá aðstöðu og tryggði öllum jafnan aðgang? „Jú, en þeim til vorkunar þá er kannski ekki skynsamlegt að fara í gríðarlega kostnaðarsamar fjárfestingar þegar óvissan um staðsetninguna er eins og hún er í dag,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadótttir ráðherra ferðamála telur mikilvægt að gæta jafnræðis þjónustuaðila í innanlandsfluginu og að aðstaða þeirra verði bætt. En móðurfélag Flugfélags Íslands, Icelandair Group, var aðili að samkomulagi ríkis og borgar um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem undirritað var á föstudag. Fulltrúar annarra félaga áttu þar enga fulltrúa. Ragnheiður Elín fagnar samkomulaginu og segir að með því hafi alla vega verið lengt í því tímabili sem Reykjavíkurflugvöllur fái að vera í Vatnsmýrinni. Best hefði þó verið að eyða óvissu um framtíð flugvallar í Reykjavík þar eða annars staðar þannig að hægt væri að hefja uppbyggingu til framtíðar. „En ég hef alltaf sagt að ef Reykvíkingar vilja ekki flugvöllinn værum við Suðurnesjamenn algerlega tilbúnir til að bjóða okkar aðstöðu upp á Keflavíkurflugvelli,“ segir ráðherra. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group sagði eftir undirritun samkomulagsins sem tryggir veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri til ársins 2022, að félagið hefði ákveðinn rétt á flugvallarsvæðinu vegna langrar veru sinnar þar. Félagið myndi sækjast eftir að fá að bæta aðstöðu sína á flugvellinum. Ráðherra segir að á meðan flugvallarstarfsemi sé í Reykjavík verði að tryggja jafnræði þjónustuaðila. „Hvort sem það er Flugfélag Íslands, flugfélagið Ernir eða aðrir rekstraraðilar á Reykjavíkurflugvelli og farþegar sem þarna fara um,“ segir Ragnheiður Elín. En væri þá ekki rétt að Ísavia sem rekur flugvöllinn byggði þá aðstöðu og tryggði öllum jafnan aðgang? „Jú, en þeim til vorkunar þá er kannski ekki skynsamlegt að fara í gríðarlega kostnaðarsamar fjárfestingar þegar óvissan um staðsetninguna er eins og hún er í dag,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira